Nefndir

Nefndir sem starfa á vegum stjórnar TKÍ:

Stjórn TKÍ áskilur sér rétt til að skipa nýjar nefndir telji hún þörf á því.  Eftirtaldar nefndir starfa nú þegar í umboði stjórnar TKÍ:

Eftirtaldar nefndir eru í undirbúningi:

Stjórnarnefndir skulu leita samþykkis stjórnar TKÍ varðandi fjárútlát, ef kemur til álitamála, við útgáfu reglugerða, og í öðrum stórum málum.
Stjórnarnefndir eru að öllu jöfnu skipaðar til tveggja ára í senn. Ný nefnd tekur til starfa að loknu síðasta viðburði vetrarins. Fráfarandi stjórnarnefnd ber ábyrgð á að ný stjórnarnefnd fái allan þann stuðning er þarf til þess að skiptingin gangi snurðulaust.
Stjórn TKÍ áskilur sér rétt til að leggja niður nefndir ef upp kemur óleysanlegur ágreiningur milli nefndarinnar og stjórnar. Stjórnin áskilur sér einnig rétt til að hafa yfirumsjón með öllum nefndum sem starfa í umboði hennar og búist er við náinnar samvinnu og uppbyggilegum samskiptum með grunngildi Taekwondo að leiðarljósi.
Þingnefndir
Heimilt er skv. lögum félagsins að skipa í þingnefndir á ársþingi, og starfa þær í umboði ársþingsins nema annað sé tekið fram.
Engar þingnefndir eru starfandi á vegum TKÍ að svo stöddu.