Afreksstefna Taekwondosambands Íslands (TKÍ) 2020 – 2024

Inngangur
Taekwondoíþróttin er stunduð víða um land og eru starfræktar öflugar deildir á höfuðborgarsvæðinu sem og á
landsbyggðinni
Íþróttin hefur verið í örum vexti undanfarin ár, sér í lagi poomsae hluti íþróttarinnar, þar sem keppendur hafa náð
einstaklega góðum árangri á erlendri grundu.
Framkvæmd
Stjórn TKÍ fer yfir afreksstefnun sambandsins í upphafi árs. Uppfærð afreksstefna er lögð fyrir ársþing TKÍ ár hvert
til kynningar, umræðu og samþykktar. Að þingi loknu er Afreksstefnan uppfærð á heimasíðu TKÍ.
Markmið
Markmið TKÍ fyrir afrek á erlendum vettvangi er eftirfarandi:
• Að eiga fjóra keppendur í sætum 20-50 á erlendum styrkleikalistum fyrir árslok 2025.
• Að komast á verðlaunapall á EM eða HM.
Veikleikar/Styrkleikar
Það sem háir íþróttinni á landsvísu er fyrst og fremst þjálfaraskortur, sér í lagi á landsbyggðinni,
þar sem deildir eru smáar og fámennar.
Styrkleikar íþróttarinnar eru þeir að fjölmargar deildir eru gríðarlega öflugar innan sinna félaga,
og þátttaka foreldra í barnastarfi á vegum sambandsins hefur verið mikil.
Skortur á fjármagni til þjálfunar afreksíþróttafólks er greininni ennfremur fjötur um fót, því til að komast á ÓL þarf
keppandi að taka þátt í fjölmörgum mótum víða um heim sem dreifast á megnið af hverjum vetri, og slíkt hefur í
för með sér mikinn kostnað.
Landsliðsþjálfarar
Landsliðsþjálfarar þurfa að hafa staðgóða þekkingu á taekwondo með keppni og hæfileikamótun í huga. Þeir þurfa
að hafa námi í þjálfun og hafa tilskilin réttindi til að þjálfa á mótum erlendis. Þjálfarar landsliðanna eru hvattir til að
afla sér aukinnar þekkingar í íþróttinni og öðrum þáttum afreksíþrótta. Haldin skulu þjálfaranámskeið fyrir
félagsþjálfara þar sem áherslur og markmið landsliðsþjálfara eru útskýrð.
Aðstaða
Íþróttina er hægt að stunda við mjög einföld skilyrði þ.e. aðstaða í flestum íþróttasölum landsins er fullnægjandi,
en öflugustu deildri landsins hafa sérstaka aðstöðu til iðkunar taekwondo s.s. rafbúnað og dýnur. TKÍ er ekki með
eigin aðstöðu til æfinga fyrir landsliðin en hefur leitað til aðildarfélaga með æfingaaðstöðu. Flest þeirra eiga nú
viðurkennda keppnisvelli sem nýtast viðæfingar.
Mótahald
TKÍ stendur fyrir fjölmörgum mótum ár hvers. Keppt er á Íslandsmótum í poomsae og kyorugi árlega og þess utan
stendur sambandið fyrir bikarmótaröð þar sem keppt er á þremur mótum yfir veturinn í öllum aldursflokkum.
Einnig er stefnt að því að taka þátt í RIG á hverju ári. TKÍ leggur áherslu á að skapa vettvang fyrri yngri iðkendur að
keppa sín á milli á bikarmótum, og eru þau mót ávallt tvískipt, annars vegar keppni hjá iðkendum 11 ára og yngri og
hins vegar hjá 12 ára og eldri, í viðeigandi aldursskiptum flokkum.
Afrek
Afrek telst vera að komst í undanúrslit á G-flokks alþjóðamótunum, verðlaunasæti á millisterkum mótum s.s. NM
og alþjóðlegum mótum öðrum en G-flokks, í 16 manna úrslit á Evrópumótum og Heimsmeistaramótum, hvort sem
um er að ræða unglingamót eða fullorðinsmót og að vinna sér inn keppnisrétt á ÓL.
Hvernig á að ná þessum markmiðum
• Innan TKÍ skal starfa landsliðsnefnd, valin af stjórn TKÍ, til að halda utan um landsliðsmál.
• Það skulu vera starfandi landsliðsþjálfarar bæði fyrir kyorugi og poomsae landslið.
• Landsliðþjálfarar skulu hafa skipulagðar landsliðsæfingar allan ársins hring
• Starfrækt skulu landslið í bæði kyorugi og poomsae fyrir iðkendur 12 og eldri sem uppfylla skilyrði
landsliðsins, auk hóps ungs og efnilegra iðkenda, 8-11 ára.
• Senda skal keppendur frá u.þ.b. 13 ára aldri á alþjóðleg mót þannig að þau öðlist þá keppnisreynslu sem til
þarf til að ná árangri á erlendri grundu.
Stefnt er að því að þeir einstaklingar sem eru valdir í landslið, hafi aðgang og vinna með sérfræðingum á sviðum
líkamsuppbyggingar, íþróttasálfræði, næringarfræði og heilsuverndar.
TKÍ styrkir keppendur til að sækja alþjóðleg mót um allt að 75% af kostnaði við ferðalög og gistingu, auk þess að
greiða mótagjöld. Fjárhæð og hlutfall endurgreiðslu ræðst af fjárhag sambandsins hverju sinni og ákvörðun
stjórnar.
Skipulag
TKÍ fer með málefni íþróttarinnar gagnvart ÍSÍ og er aðili að Evrópska Taekwondosambandinu (ETU) og Alþjóða
Taekwondosambandinu (WT).
Landsliðsþjálfari í samvinnu við landsliðsnefnd og stjórn ber ábyrgð á að fylgja stefnu sambandsins í þeim málum
sem honum er úthlutað. Hann sér um að undirbúa keppendur fyrir þau verkefni sem á undan hafa verið talin og ná
þeim markmiðum sem koma fram í afreksstefnunni. Landsliðsþjálfari velur iðkendur til verkefna á vegum
landsliðsins, og ber undir stjórn TKÍ til samþykkis í hverju tilfelli fyrir sig.
Landsliðshópur
Til að komast í landslið þurfa iðkendur að sækja úrtökur sem haldnar eru árlega. Stjórn getur, í samráði við
landsliðsþjálfara, veitt samþykki fyrir því að iðkandi sæki landsliðsæfingu þess á milli til að freista þess að fá sæti í
landsliðinu, ef aðstæður eru með þeim hætti. Landsliðsfólk þarf að hafa hið minnsta rautt belti í TKD og sýna fram á
nauðsynlega færni í íþróttinni og andlegan og líkamlegan þroska að mati landsliðsþjálfara til að sækja æfingar á
vegum landsliðsins. Landsliðsfólk þarf að fara að reglum landsliða eins og þær eru birtar á hverjum tíma í
aðdraganda úrtaka fyrir landslið. Landsliðsfólk sem brýtur gegn reglum landsliða getur misst sæti sitt í landsliðinu.
Verkefni 2020-2024
Hér skulu upptalin þau verkefni sem stefnt er að ef fjárhagur leyfir og keppendur hafa sýnt árangur sem uppfyllir
skilyrði til þátttöku í erlendum verkefnum. Verkefni geta fallið niður ef ekki er til nægilegt fjármagn.
Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 er óljóst hvernig mótahaldi verður háttað á komandi misserum. Þegar
keppnishald verður almennt leyft aftur á alþjóðlegum vettvangi mun stjórn sambandsins uppfæra verkefni
landsliða eins og þau verða ákveðin af stjórn og landsliðsþjálfurum.
Fjármögnun
Landsliðsverkefni eru fjármögnuð með afreksstyrkjum frá Afrekssjóði ÍSÍ, með Lottó tekjum, af öðrum tekjum
sambandsins og með styrkjum frá styrktaraðilum. Einnig bera keppendur hluta kostnaðar við hverja ferð en er bent
á að sækja styrki fyrir slíku hjá t.d. héraðssamböndum og íþróttabandalögum eða hjá sínu félagi.
Fagteymi
Vegna smæðar sambandsins er ekki starfandi fagteymi hjá TKÍ. Sambandið mun aðstoða keppendur með að útvega
sjúkraþjálfara og íþróttasálfræðing eftir þörfum. Stefnt er að því að nýta sameiginlegt teymi ÍSÍ þegar því verður
komið á fót.
Endurmat
landsliðsnefnd skilar stjórn TKÍ skýrslu á ári hverju þar sem síðasta ár er skoðað með tilliti til árangurs, eftirfylgni og
áætlana. Landsliðsnefnd og stjórn meta stöðuna og halda eða breyta áætlunum hverju sinni.
Aðilar og ábyrgð
Stjórn TKÍ hefur alla umsjón og ber ábyrgð á afreksstefnu sambandsins. Beinir aðilar að afreksstefnunni eru: Stjórn
TKÍ, landsliðsnefnd, landsliðsþjálfarar, aðildarfélög TKÍ og keppendur.
TKÍ skal kynna keppendum hlutverk þeirra og væntingar sem gerðar eru til þeirra sem valdir eru í landslið
sambandsins sbr. reglur landsliða.