Landsliðsnefndir

Starfsreglur landsliðsnefnda í sparring og poomsae

1.gr. Skipun

Landsliðsnefndir starfa samkvæmt lögum TKÍ. Landsliðsnefndir skulu vera skipaðar a.m.k. þremur aðilum, einum úr stjórn TKÍ, og a.m.k. tveimur sem aðildarfélög TKÍ tilnefna til tveggja ára.

2.gr. Fundir

Nefndirnar skulu koma saman þegar þurfa þykir. Nefndarformaður boðar til funda og stýrir þeim. Í lok árs skila nefndirnar skýrslu um starf sitt til stjórnar TKÍ.

3.gr. Hlutverk og verkefni

Landsliðsnefndir þurfa að starfa náið með landsliðsþjálfara. Nefndirnar hafa umsjón með þátttöku landsliðsins í alþjóðakeppnum, skipuleggja undirbúning þeirra og annast samskipti.

Hlutverk:

  • Annast undirbúning fyrir æfingar og skipulagningu í samvinnu við landsliðsþjálfara
  • Finna dagsetningar fyrir æfingar
  • Fá aðstöðu fyrir æfingar
  • Sjá um samskipti á milli landsliðsþjálfara og landsliðsfólks
  • Vera í forsvari fyrir landsliðið í verkefnum
  • Sjá um viðburði fyrir landsliðið

4.gr. önnur störf

Landsliðsnefndir skulu annast önnur störf sem stjórn TKÍ kann að fela þeim á hverjum tíma.

5.gr. Ágreiningsmál

Stjórn TKÍ sker úr öllum ágreingsatriðum sem kunna að rísa út frá reglum þessum.

6.gr. Gildistaka

Starfsreglur þessar taka þegar gildi.

Samþykkt af stjórn TKÍ 1. september  2020.