Starfsreglur svartbeltisnefndar
1.gr. Skipun
Svartbeltisnefnd starfar samkvæmt lögum TKÍ. Svartbeltisnefnd vera skipuð a.m.k. þremur aðilum, einum úr stjórn TKÍ, og a.m.k. tveimur sem aðildarfélög TKÍ tilnefna til tveggja ára.
2.gr. Fundir
Nefndin skal koma saman þegar þurfa þykir. Nefndarformaður boðar til funda og stýrir þeim. Í lok árs skilar nefndin skýrslu um starf sitt til stjórnar TKÍ.
3.gr. Hlutverk og verkefni
Svartbeltisnefndin þarf að starfa náið með stjórn TKÍ. Nefndin skal hafa umsjón undirbúningi og framkvæmd svartbeltisprófa sem TKÍ stendur fyrir.
Aðildarfélög TKÍ munu hér eftir sem hingað til sjá um svartbeltisgráðun sinna iðkenda ef þau svo kjósa. Svartbeltispróf TKÍ eru hugsuð fyrir iðkendur og/eða aðildarfélög sem að öðrum kosti hefðu ekki tök á að þreyta prófið á æskilegum tíma.
Hlutverk:
- Skipuleggja dagsetningar svartbeltisprófa sem haldin eru af TKÍ
- Auglýsa prófin og óska eftir að félög tilkynni hvaða nemendur þau hyggjast senda til að þreyta próf.
- Undirbúa prófsefni og tryggja að þar til bærir aðilar veiti próftökum þær gráður sem þeir hafa til unnið.
4.gr. önnur störf
Svartbeltisnefnd skal annast önnur störf sem stjórn TKÍ kann að fela henni á hverjum tíma.
5.gr. Ágreiningsmál
Stjórn TKÍ sker úr öllum ágreingsatriðum sem kunna að rísa út frá reglum þessum.
6.gr. Gildistaka
Starfsreglur þessar taka þegar gildi.
Samþykkt af stjórn TKÍ 1. september 2020.