Mótanefnd TKÍ (motanefnd@tki.is) samanstendur af:

Helgi Rafn Guðmundsson, Keflavík, Nefndarformaður
Grettir Einarsson, Ármann
Sveinn Speight, Björk
Vania Koleva, Fram
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Afturelding

Auk þess er stjórn TKÍ með aukaaðild að nefndinni og styður nefndina með ráð og dáð.

Hlutverk mótanefndar er að skipuleggja og fá aðila til þess að halda mót á vegum TKÍ, ásamt því að styðja við mótshaldara af dyggð og dáð. Þar með talin eru Bikarmótin þrjú, Íslandsmeistaramótin tvö og Reykjavík International Games, en einnig er það hlutverk nefndarinnar að styðja við annað mótastarf á vegum aðildarfélaga.

Mótanefndin mun leita samþykkis stjórnar TKÍ varðandi fjárútlát, þegar kemur til álitamála, og í stórum málum svo sem hvar, hvenær og af hverjum mót skuli haldin.

TKÍ mun óska eftir félögum til að hýsa mótin í lok sumars hvert ár.

Undir mótanefnd fellur einnig umsjón með að mótabúnaður sé í lagi ásamt endurnýjun hans í samráði við stjórn TKÍ. Einnig að skipuleggja mönnun móta ásamt því félagi sem heldur mótið. Að setja upp bardagatré og ákveða flokkaskiptingar verður í höndum mótanefndar.

Mótanefnd er skipuð til tveggja ára í senn, nú 2017 – 2019. Ný mótanefnd tekur til starfa að loknu síðasta móts vetrar. Fráfarandi mótanefnd ber ábyrgð á að ný mótanefnd fái allan þann stuðning er þarf til þess að skiptingin gangi snurðulaust.