Úrtökur og opnar æfingar hjá landsliðinu í bardaga

By:

Helgina 14.-16. júní munu fara fram úrtökur og opnar æfingar hjá landsliðinu í bardaga. Allir sem eru á seinasta ári í Cadet og eldri með að lágmarki 2. kup og upp eru velkomnir. Þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að mæta með TKD CV eða að senda hana á tveita@mudo.no. Þar þurfa að koma fram allar grunnupplýsingar svo sem félag, beltagráða, hvert þið stefnið með ykkar Taekwondo, hvað þið æfið mikið í viku og hvaða árangri þið hafið náð á mótum til þessa. Æfingarnar verða:

Föstudagur 18:00-20:00 Björk Haukahrauni 1 Hafnarfirði

Laugardagur 10:00-16:00 Afturelding Mosfellsbæ

Sunnudagur 10:00-14:00 Afturelding Mosfellsbæ

Þeir sem komast ekki núna þurfa ekki að örvænta þar sem það verða einnig aðrar úrtökur í haust.