Úrtökur fyrir landsliðið í bardaga

By:

Vinsamlegast athugið að úrtökur fyrir landsliðið í bardaga verða haldnar síðustu helgina í september; 28. – 30. september.

Þátttaka í úrtökum er opin öllum sem ná 12 ára aldri á næsta ári, 2019, og hafa grænt belti eða hærra og hvetjum við sem flesta til að mæta.

Við bendum á reglur landsliða sem birtar voru í síðustu viku og að sambandið mun leggja áherslu á að styrkja landsliðsfólk til verkefna á vegum sambandsins á erlendri grundu.

Þátttaka í landsliði veitir möguleika á að keppa fyrir hönd Íslands á stórum erlendum mótum, s.s. HM, EM og úrtökum fyrir Ólympíuleika ungmenna, auk G1 móta.

Ungmennalandslið TKÍ, U&E, hefur svo starf sitt í október og munu þjálfarar þar verða valdir úr hópi landsliðsfólks sem velst í landsliðið í þessum úrtökum.

Nánari tímsetningar og staðsetningar verða auglýstar á næstu dögum.