Úrslit á Íslandsmótinu í poomsae 2018
Við óskum Ármenningum til hamingju með frábæran árangur á Íslandsmótinu þar sem þeir vörðu Íslandsmeistaratitil sinn með minnsta mögulega mun. Við óskum ennfremur Fram og Keflavík til hamingju með sigur í 1. deild mótsins, en bæði lið fengu sama stigafjölda í stigakeppni félaga.
Mótið var afar vel heppnað í alla staði og geta Ármenningar verið stoltir af framkvæmd þess auk árangurs síns fólks. Það er ljóst að við eigum feikilega efnilega keppendur í poomsae og að það starf sem unnið er í landsliðinu er að skila sér af miklum krafti inn í félögin.
| Úrvalsdeild | ||
| Sæti | Stig | |
| Ármann | 1 | 48 |
| Afturelding | 2 | 47 |
| ÍR | 3 | 29 |
| Keflavík | 4 | 23 |
| Fram | 5 | 12 |
| KR | 6 | 6 |
| Selfoss | 6 | 6 |
| 1. deild | ||
| Sæti | Stig | |
| Fram | 1 | 25 |
| Keflavík | 1 | 25 |
| ÍR | 3 | 14 |
| Afturelding | 4 | 11 |
| Ármann | 5 | 9 |
| KR | 5 | 9 |
Íslandsmót poomsae 2018 1. deild ÚRSLIT
Íslandsmót poomsae 2018 Úrvalsdeild – ÚRSLIT
