Ungir og Efnilegir iðkendur Taekwondo félaga landsins athugið!
Sigursteinn Snorrason, fyrrverandi landsliðsþjálfari í bardaga og formi, hefur verið valinn þjálfari Ungra og efnilegra hjá TKÍ.
Honum til aðstoðar verða Gunnar Snorri Svanþórsson sem hefur verið meðal annars landsliðsmaður í bardaga og Egill Kári Gunnarsson sem hefur verið landsliðsmaður í formi ásamt Margrét Eddu Gnarr, Aþenu Rán Stefánsdóttir og Ísabellu Speight.
Helgina 1. – 2. október fara fram úrtökur fyrir Unga & Efnilega (U&E) í bæði bardaga
og formi. Í boði verður að taka þátt í starfi beggja liða. Einnig verður boðið upp á kynningu á Demo liði TKÍ. Því geta iðkendur sótt æfingar fyrir allar formlegar
keppnisgreinar WT og Kukkiwon, Kyorugi, Poomsae og Hanmadang.
Æfingar munu fara fram mánaðarlega og verða allar æfingar settar þannig upp að
iðkendur geti sótt allar æfingarnar án þess að það verði of mikið álag. Félög eru hvött
til að senda efnilega kennara með sínum iðkendum og verður þeim boðið að taka þátt í
starfi hópsins frá upphafi.
Kröfur
Aðalmarkmið hópsins er þjálfun iðkenda á aldrinum 12-14 ára (cadet) en iðkendum 10
ára og eldri verður boðið að vera með ef pláss leyfir. Engar beltakröfur verða á fyrstu
helginni en eftir það verður hópurinn takmarkaður við 20-30 iðkendur samtals. Mæting
er í dobok á allar æfingar nema sérstakar æfingar sem verða auglýstar síðar þegar
hópurinn er fullmótaður fyrir veturinn. Þá munu meðlimir U&E fá boli sem þeir munu
klæðast á ákveðnum æfingum (nobok). Í bardaga þurfa iðkendur að taka með sér
persónulegar hlífar en brynjur, hjálmar, sparkpúðar og rafræn skorkerfi verða á
staðnum fyrir alla.
Dagskrá
Laugardagur 1. október
Kl. 10.30-12.00 Bardagaæfing. “Stunga, skotstunga og stökkstunga”.
Kl. 12.00-13.30 Hádegishlé
Kl 13.30-15.00 Formæfing. “Stöður, líkamsbeiting og augnfókus”.
Sunnudagur 2. október
Kl. 11.00-12.15 Bardagaæfing. Notkun á stungusparki í bardaga.
Kl. 12.30-13.30 Formæfing. Keppni í formi.
kl. 13.30-14.00 Samantekt og spjallið tekið.
Æfingarnar fara fram í Mudo Gym, Víkurhvarfi 1 Kópavogi.
Upplýsingar má fá hjá umsjónarmanni: sigursteinn@taekwondo.is