Ungir og efnilegir í kyorugi (bardaga)

By:

Nú fer að hefjast vetrarstarf hjá U & E í kyorugi. Verða þá haldnar æfingabúðir sem aðeins eru opnar fyrir þá sem mæta á sérstakar úrtökur og standa sig vel þar. Verður þá sem sagt til hópur af krökkum sem fá mjög öflugar æfingar hjá landsliðsþjálfara Íslands í kyorugi, Meisam Rafiei, ásamt aðstoðarmönnum úr landsliðinu. Þessar æfingar eru til þess gerðar að móta framtíðar afreksfólk í TKD og að sjálfsögðu einnig til þess að hafa gaman af. Fá þau einnig sérstaka boli og bakpoka sem eru sérinnfluttir fyrir liðið.

Úrtökurnar munu fara fram í æfingasal Ármanns við gervigrasið í Laugardal, á þriðjudaginn 11. október kl. 16-17 og einnig fimmtudaginn 13. október kl. 16-17. Ef að einhver kemst alls ekki á þessum tímum þá er viðkomandi bent á að hafa samband við landsliðsþjálfara eins fljótt og auðið er og mæta þá á landsliðsæfingu fullorðinslandsliðsins þannig að Meisam geti kíkt á viðkomandi.

Þegar mætt er á úrtökurnar er mikilvægt að athuga:

Viðkomandi þarf a.m.k. að hafa staðist próf fyrir gult belti, 9. gráðu, hafa brennandi áhuga á að æfa TKD, mæta í dobok(taekwondogalla) og með allar hlífar. Hjálmar og brynjur eru þó á staðnum. Ekki er nauðsynlegt að mæta á báðar æfingarnar en það minnkar ekki líkurnar á að komst í liðið. Iðkendur þurfa ekki að borga fyrir úrtökur eða æfingabúðir hjá U & E hópnum heldur er þetta verkefni sem að TKÍ stendur á bakvið, með aðstoð Ármenninga með láni á aðstöðunni.

Fyrsta æfingahelgin verður væntanlega helgin 15.-16. október eða helgin 22.-23. október. Það verður auglýst sérstaklega á næstu dögum.

Meisam landsliðaþjálfari er þrefaldur heimsmeistari og hefur unnið fjölmörg A-styrkleika mót og topp klassa þjálfari sem hefur æft með íranska landsliðinu frá 13 ára aldri og allt þangað til hann kom til Íslands 23. ára. Fyrir þá sem ekki vita þá er Íran núverandi heimsmeistari landsliða frá því síðast vor. Til þess að hafa samband við Meisam er e-mail: meisambandari@yahoo.com og GSM: 777-4016. Einnig er hægt að hafa samband við Arnar varðandi upplýsingar, e-mail: arnarb04@ru.is

Bestu kveðjur.

Stjórn TKÍ.