TKÍ óskar eftir umsóknum í Landsliðsnefndir

By:

TKÍ óskar eftir umsóknum í Landsliðsnefndir TKÍ. Annars vegar poomsae-nefnd og hins vegar  sparring-nefnd. Æskilegt er að aðilar sem sæki um hafi víðtæka reynlsu og þekkingu þegar kemur að afreksstarfi og alþjóðlegu taekwondo. Stjórn TKÍ mun velja nefndarmenn úr innsendum umsóknum og tilnefna formann nefndarinnar. Umsóknir skal senda inn á tölvupóstinn tki@tki.is fyrir föstudaginn 17. mai. Landsliðsnefnd ber ábyrgð á starfsemi Landsliðshóps, Afrekshóps og U&E hópa TKÍ, eins og hún er sett fram í afreksstefnu TKÍ, svo og öðrum verkefnum og þáttum hinna ýmissra landsliðshópa TKÍ. Hlutverk Landsliðsnefndar verður fjölþætt, en krefst m.a. samvinnu við mótanefnd, dómaranefnd og samráðs og samvinnu við stjórn TKÍ.