TKI Óskar eftir nýjum einstaklingum í mótanefnd.
TKI Óskar eftir nýjum einstaklingum í Mótanefnd.
Eins og staðan er í dag, þá sagði mótanefnd af sér í lok nóvember síðastliðin. Stjórn TKI hefur verið að óska eftir áframhaldandi samstarfi við þessa einstaklinga en þeir eru staðráðnir í að draga sig í hlé.
Æskilegt er að mótanefnd sé samansett af 5 einstaklingum sem hafa áhuga og gleði af að gera mót sem skipulegust og flottust. Deila þarf niður á þá aðila sem að hafa mestu þekkingu á hverju sviði.
Mótanefnd sér um.
- Óska eftir mótshöldurum ( sem eru deildirnar)Og finna dagsetningar. ( 3-4 helgi í hverjum mánuði) Fyrir 3. Bikarmót (12ára+),2 Bikarmót(barna), Íslandsmót, poomsae, og sparring. Og Reykjavíkur leikana í samstarfi við þann aðila sem gerist ábyrgðarmaður RIG.
- Setja upp auglýsingu mánuð til 3 vikur fyrir mót inná síðu TKI og sent á formenn og Yfirþjálfara deilda, og eða í dagatali TKI í byrjun keppnisárs. Þar þarf að koma fram , dagsetning, staðsetning, flokkar,og skráningarfrestur er mikilvægur og þarf að standast.
RIG þarf að auglýsa sem fyrst eða í samstarfi við mótshaldara sem að tekur að sér RIG hverju sinni.
- Sjá til þess að deildir sem að bjóði sig fram skaffi dýnur, borð, stóla og setji upp eins og mótanefnd óskar eftir. Deild sem að bíður sig fram fær sjoppusölu.
- Sér um að afmarka keppnisvæði, setja upp auglýsingar, verðlaunagripi, og dúka upp dómaraborð í samráði við mótshaldara hverju sinni.
- Sér um að setja upp flokkana (gott að hafa einhvern sem er góður í Exel) senda þarf á Yfirþjálfara deilda sem að fá einn til tvo daga til þess að fara yfir skráningar/ sameiningar í einu lagfæringaskjali.
- Að ekki skal tekið inn nýja keppendur þegar skráningum líkur.
- Sér um að deildir skaffi dómara, sjúkrafólk og allt starfsfólk í hlutfalli við stærð mótsins og stöðu eins og tölvuborð, Öryggisborð (hlífar) og skráningar og vigtun . Og Sjái um að manna allar stöður. Einnig þarf að passa eftir því að dómarar og starfsfólk sé vel til haft og sambærilegum fatnaði eins og svartar buxur, skyrta og bindi.
- Sér um að panta verðlaunapeninga í samstarfi með formanni og gjaldkera TKI.
- Mótstjóri er æskilegur á hverju móti. Hann sér um að veita verðlaun og halda utanum starfsfólk og mótið sjálft.
- Mótanefnd er með einhvern á sýnum snærum sem að sér um fréttaflutning og tilkynningar.
- Sér til þess að auglýsa loka bardagatré og niðurstöður eftir mót.
Óskum við eftir því að hver deild sendi einn fulltrúa í nefndina. Vonumst við til þess að þetta starf verði til enn frekari samstarfs og skemmtunar milli deildana og stjórnar TKI. Senda skal in uplýsingar á netfangið tki@tki.is fyrir 31.1.2015
Fyrir hönd stjórnar TKI Kolbrún Guðjónsdóttir Formaður Taekwondosamband Íslands