TKÍ óskar eftir félögum til að sjá um mótshald á bikarmótum TKÍ.
TKÍ óskar eftir félögum til að sjá um mótshald á bikarmótum TKÍ.
Um er að ræða þrjú mót:
Dagsett:
19 – 20 Nóvember 2011
4 – 5 Febrúar 2012
21 – 22 Apríl 2012
Mótshaldari útvegar eftirfarandi:
- Húsnæði fyrir mótið
- Starfsfólk
- Mótsstjóra
- Keppnisgólf
- Verðlaunamedalíur
Dómarar:
TKÍ mund útvega yfirdómara. Félög eru skyldug til að senda 1 dómara fyrir allt að 5 keppendur, 2 dómara fyrir 6-10 keppendur, 3 dómara fyrir 11-20 keppendur, 4 dómara fyrir 21-30 keppendur, 5 dómara fyrir fleiri en 30 keppendur Mótshaldarar skulu sjá til þess að félög sendi dómara. Þau félög sem ekki senda dómara greiða sekt. Einnig skulu mótshaldarar skipuleggja dómaramál og manna stöður ritara og tölvumanns. (Í poomsae þarf að lámarki 5 dómara og í sparring þarf fjóra hornadómara og Bardagstjóra)
Mótsfyrirkomulag:
Keppt er bæði laugardag og sunnudag, hverja keppnishelgi
Laugardaginn er keppt í barnaflokkum frá kl 9:00 til 17:00 Keppt verður á þremur gólfum tveimur í sparring og einu í Poomsae (endanleg útfærsla liggur ekki fyrir en mjög líklega verður verðlauna afhending í hádeginu fyrir yngstu krakkana og önnur seinnipartin)
Sunnudaginn er svo keppni í fullorðins hópum en sama fyrirkomulag frá Kl 9:00 – 17:00
Nánari útfærsala á mótaröðinni er í vinnslu og verður birt um leið og hún liggur fyrir
Umsóknarfrestur er til 22. október og skal umsókn sendast á tki@tki.is Tilkynnt verður um val eftir fund stjórnar