Taekwondo félög
AF HVERJU AÐ ÆFA TAEKWONDO?
Ef þú eða barnið þitt hefið áhuga á bardagalistum eða langar að fara í einhvers konar bardagaíþrótt ættirðu endilega að skoða Taekwondo. Taekwondo er kóreskur bardagastíll sem byggir fyrst og fremst á því að nota fæturnar í stað handa. Kostir Taekwondo eru ansi margir, sem hver um sig getur farið langt í að bæta bæði andlega og líkamlega heilsu. Taekwondo skiptist í tvo meginhluta: Poomsae (form/tækni) og Sparring (bardagi) og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Poomse er sú hlið Taekwondo þar sem einn eða fleiri aðilar framkvæma tæknilegu hlið hennar. Sparring er aftur á móti sjálf bardagahliðin þar sem tveir eða fleiri aðilar koma saman og berjast. Bardagahliðin er Olympísk keppnisgrein. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um það afhverju þú eða barnið þitt ætti að prófa Taekwondo.
1. Sjálfsvörn
Taekwondo er kóresk bardaga-og sjálfsvarnaríþrótt. Hún er þróuð úr gamalli hernaðarlist Kóreumanna og byggist fyrst og fremst á sjálfsvörn þar sem fæturnir spila aðalhlutverkið. Taekwondo er frábær sjálfsvörn.
2. Agi og markmiðasetning
Taekwondo snýst ekki bara um hið líkamlega. Eins og flestar bardagalistir hefur Taekwondo mikið að gera með andlegan og líkamlegan aga. Það er ekki auðvelt að fullkomna listina og krefst það bæði aga og markmiðasetningar. Taekwondo er frábær leið til að læra að setja sér markmið sem þú svo vinnur að með þeim tólum tækjum sem Taekwondo veitir þér.
3. Sjálfstraust
Taekwondo hjálpar þér að auka sjálfstraustið og vellíðan þar sem þjálfarar hjálpa þér í að vinna að þínum markmiðum hvort sem þau eru að vera afreksmanneskja eða bara að taka þátt í skemmtilegu íþróttarstarfi.
4. Forvörn gegn einelti
Iðkun bardagalista getur dregið úr tíðni þess að barn lendi í einelti (Moody, 2013) og sterkrar vísbendingar eru um minni tilhneigingu barna til að leggja aðra í einelti eftir langvarandi bardagaíþróttaiðkun því iðkunin getur aukið sjálfstjórn sem dregur úr árásargirni (Xu, Li, Yan og Zhang, 2022). Margt bendir til þess að börn og unglingar sem taka þátt í hefðbundnum bardagalistum uppskeri bæði félagslegan, tilfinningalegan og líkamlegan ávinning.Taekwondo getur verið áhrifarík leið til að efla seiglu, sjálfsgetu og bæta vellíðan ásamt því að auka sjálfstjórn hjá þeim sem stunda íþróttina. (Moore, Woodcock og Dudley, 2018; Xu, Li, Yan og Zhang, 2022; Dahle, 2017). Það bendir til þess að ástund bardagalista eins og Taekwondo sé öflugt tæki til að draga úr einelti (Dahle, 2017) bæði fyrir þolendur og gerendur.*
5. Félagsleg samskipt
Með aukinni tölvunotkun unglinga og barna er hætta á að þau einangri sig meira. Það að mæta reglulega á æfingar í Taekwondo með góðu fólki hjálpar með samskipti við aðra á bæði jákvæðan og félagslega viðeigandi hátt. Taekwondo hjálpar því með félagslega færni og vellíðan iðkenda.
6. Einbeiting
Til að fullkomna hreyfingar og stöður í Taekwondo þarf mikla einbeitingu og þolinmæði. Sá agi og einbeiting sem kennd er í Taekwondo hefur nýst mörgum meðal annars í krefjandi námi og lífinu almennt.
7. Styrkur og alhliða hreyfing
Taekwondo er frábær og skemmtileg leið til að koma sér í form. Með skemmtilegum æfingum styrkir þú líkamann og eykur þol og vellíðan.
8. Liðleiki
Liðleiki er stór partur af Taekwondo. Hvort sem þú er liðugur sem köttur eða stirður sem staur hjálpar Taekwondo þér að efla liðleikann.
9. Líkamleg og andleg Heilsa
Taekwondo bætir líkamlega og andlega heilsu.
10. Virðing
Í Taekwondo lærum við að bera virðingu fyrir hvort öðru, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Virðing er einn af hornsteinum Taekwondo.
Finndu þitt félag
Taekwondodeild Ármanns
Ármannsheimilinu Laugardal, Engjavegi 7, 104 Reykjavík
Heimasíða: http://armenningar.is/taekwondo
Áherslur: Taekwondodeild Ármanns er lagt upp með að fjölskyldan öll geti æft sömu íþrótt. Foreldrar geta þannig sótt æfingar á sama tíma og yngstu börnin. Félagið leggur áherslu á tækni, „poomsae“.
Taekwondodeild Bjarkanna
Haukahrauni 1, 220 Hafnarfjörður
Heimasíða: www.taekwondo.is/bjork/
Áherslur: Taekwondodeild Bjarkanna leggur áherslu á Ólympískt taekwondo þ.e. bardaga fyrir fólk frá 6 ára aldri. Einnig er kennsla í formum og tækni. Bjarkirnar hafa átt nokkra af bestu bardagakeppendum landsins undanfarinn ár.
Taekwondodeild Breiðabliks
Smárinn, íþróttahús Breiðabliks, Dalsmára 5, 201 Kópavogur
Heimasíða: www.breidablik.is/taekwondo/
Taekwondodeild Fram
Íþróttamiðstöð FRAM, Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 126, 113 Reykjavík
Heimasíða: https://fram.is/
Áherslur: Taekwondodeild Fram stundar hefðbundið Taekwondo með áherslu á strerka grunntækni, góða sjálfsvörn og sjálfstyrkingu iðkandans. Æfingar henta öllum aldurshópum og æfir hver á sínum forsendum.
Taekwondodeild Hattar
Íþróttahús Fellabæjar, Skógarlönd 3, 700 Egilsstaðir
Heimasíða: https://hottur.is/taekwondo/
Áherslur: Áherslurnar hjá Hetti eru að hafa æfingar fjölskylduvænar fyrir börn og fullorðna.
Áhersla lögð á Bardaga (sparring) og Form, góða líkamsrækt og þægilegt fjölskylduvænt andrúmsloft á æfingum.
Taekwondodeild ÍR
Íþróttamiðstöð ÍR, Skógarsel 12, 109 Reykjavík
Heimasíða: www.ir.is/taekwondo/
Áherslur: Taekwondodeild ÍR kennir báðar keppnisgreinar taekwondo, bardaga og form. Áherslurnar eru fyrst og fremst á bardagahlutann, keppni og sjálfsvörn, en einnig á form og grunntækni. Æfingarnar í ÍR eru fyrir alla iðkendur á öllum aldri og eru 5- ca. 60 ára, og kennararnir hafa mikla reynslu og öll fyrrverandi landsliðsmenn í taekwondo. Til þess að allir geti verið með er æfingagjöldunum stillt í hóf.
Taekwondodeild Keflavíkur
Bardagahöll Reykjanesbæjar, Smiðjuvellir 5, 230 Reykjanesbæ
Heimasíða: www.keflavik.is/taekwondo/
Áherslur: Leggjum jafna áherslu á bæði sparring og poomse fyrir alla aldurshópa. Einnig bjóðum við upp á kidfit og teenfit æfingar, sem eru líkamsræktaræfingar hannaðar fyrir börn og unglinga. Þá eru við með FitnessTaekwondo fyrir 18 ára og eldri og Taekwondo fyrir leikskólabörn.
Taekwondofélag Kópavogs
Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Heimasíða: https://taekwondo.is/mudo/
Áherslur: Við leggjum mikla áherslu á metnaðarfullt barna- og unglingastarf. Auk þess erum við stolt af verkefnum okkar með börnum á einhverfurófi sem og börnum sem hafa lent í einelti.
Í félaginu eru einnig starfræktir keppnisflokkar í bæði bardaga og formi. Reynslumiklir kennarar og fjölbreyttir nemendur bjóða ykkur velkomin í hópinn.
Taekwondodeild KR
Dansverkstæðið, Hjarðarhagi 47, 107 Reykjavík
Heimasíða: www.kr.is/almenningur/taekwondo/
Áherslur: Bardagaíþrótt fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna. Styrkur, snerpa og liðleiki.
Taekwondodeild UMFA
Íþróttamiðstöðin Varmá, 270 Mosfellsbæ
Heimasíða: www.afturelding.is/taekwondo/
Áherslur: Taekwondodeild Aftureldingar leggur jafna áherslu á bardaga og form, og hefur á að skipa einvala liði kennara sem hafa mikla reynslu í báðum greinum. Lögð er áhersla á gleði og jákvæða virðingu á milli allra sem að deildinni koma. Um árabil hefur deildin verið með gríðarlega öflugt barna- og unglingastarf og verið sigursælt á mótum og átt fjölmarga iðkendur í landsliðum TKÍ.
Taekwondodeild Ungmennafélags Selfoss
Taekwondosalurinn Baulu, íþróttahús Sunnulækjarskóla
Norðurhólar 1, 800 Selfoss
Heimasíða: https://www.selfoss.net/taekwondo/
Áherslur: Taekwondo deild Selfoss leggur áherslu á alhliða Taekwondo æfingar fyrir iðkendur á öllum aldri ásamt því að vera með keppnislið í bardaga.
Taekwondodeild Þórs
Oddeyrarskóli, Víðivellir, 600 Akureyri
Heimasíða: https://www.thorsport.is/taekwondo
Áherslur: Taekwondo Deild Þórs heldur æfingar fyrir bæði börn og fullorðna. Deildin leggur áherslu á hefðbundið Taekwondo og jafnvægi milli grunntækni, forma og bardaga.
* Dahle, P.J. (2017). The Effects of Long-Term Participation in a Martial Arts Program on Self-Esteem and Bullying Victimization.
Moody, G. (2013). The effects of martial arts on bullying in children (Order No. AAI3506044). Available from Social Science Premium Collection. (1322723785; 201316411). Retrieved from https://www.proquest.com/dissertations-theses/effects-martial-arts-on-bullying-children/docview/1322723785/se-2
Moore, Woodcock, S., & Dudley, D. (2018). Developing Wellbeing Through a Randomised Controlled Trial of a Martial Arts Based Intervention: An Alternative to the Anti-Bullying Approach. International Journal of Environmental Research and Public Health, 16(1), 81–. https://doi.org/10.3390/ijerph16010081
Xu, T., Li, H., Yan, Z., & Zhang, G. (2022). The effects of self-control on bullying behaviour among martial arts practicing adolescents: based on the analyses of multiple mediation effects. International Journal of Sport and Exercise Psychology, 1-14.