Tilkynning til landsliðfólks í taekwondo.

By:

tkilogo183_90TKÍ fer þess á leit við keppendur í A landsliðum Íslands í formum og bardaga að þeir gefi kost á sér til starfa á mótum sem haldin eru á vegum TKÍ. Yfirleitt er það þannig á mótum að skortur er á dómurum hvort heldur sem er í bardaga eða í formum og stjórn TKÍ óskar því eftir að landsliðsfólk bjóði sig fram til að dæma á mótunum.

Margir í landsliðshópunum hafa unnið ósérhlífið og öflugt starf á mótum hingað til og kann stjórn TKÍ þeim miklar þakkir fyrir, líkt og öðrum sem lagt hafa hönd á plóg við að gera mót í greininni sem best.

Þar sem landsliðsfólk sækir öllu jafna um styrki frá TKÍ vegna keppnisferða á erlendri grundu vill TKÍ koma þeim skilaboðum áleiðis að við ákvörðun um veitingu slíkra styrkja í framtíðinni verður m.a. horft til hversu mikla vinnu viðkomandi umsækjandi hefur innt af hendi við dómgæslu á undangengnum mótum á vegum TKÍ. TKÍ mun halda utanum lista yfir alla starfsmenn á mótum vetrarins. En einnig verður horft til þátttöku á mótum á vegum TKÍ við úthlutun styrkja.
Með kveðju

Fyrir hönd stjórnar TKÍ

Richard Már Jónsson
From. Taekwondosambands Íslands