Tekið á móti Gullverðlaunahöfunum
Í gær var tekið á móti gullverðlaunahöfunum okkar þegar þeir komu til Keflavíkur seinnipartinn í gær. Leo og Guðmundur Flóki voru frekar þreyttir eftir erfiða viku í Eistlandi þar sem þeim tókst meðal annars að vinna til gullverðlauna á Europeans small state og verða þar með Evrópumeistarar smáþjóða í bardaga. Leo í -68 Senior og Guðmundur Flóki í -68 Junior. Formaður Taekwondosambandsins Sylvía Ósk tók á móti keppundunum og afhenti þeim blóm við komuna. Landsliðskonan Ingibjörg Erla var einngi skráð á mótið ásamt Jóni Þór Sanne. Ingibjörg gat því miður ekki keppt vegna meiðsla og Jón Þór komst ekki áfram í úrslit. Við erum stolt af okkar fólki og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og fylgjumst spennt með áframhaldinu.