Taekwondofólk ársins 2025

By:

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir:

Aldur: 31

Flokkur Senior -57/62 kg kvenna

Staða á heimslista núna: 68

Staða á Ólympíulista  núna: 90

G-medalíur seinasta ár: 2 silfur 

Ingibjörg Erla hefur verið í algjörum sérflokki taekwondo kvenna okkar Íslendinga undanfarin 10 ár og er sá kvenkeppandi sem hefur landað stærstu alþjóðlegu medalíunum. Ingibjörg Erla er margfaldur Norðurlandameistari og Íslandsmeistari og hefur verið að keppa á sterkustu alþjóðlegu mótunum sem gilda til stiga á heimslistanum. Á þessu ári vann hún til silfurs á Riga Open og  Evrópumót smáþjóða. Hún er fastamaður í landslið Íslands í bardaga og frábær fyrirmynd fyrir upprennandi taekwondokonur og mikilvægur hlekkur í landsliðsstarfi TKÍ. 


Afrek á alþjóðlegum mótum á árinu:

2. sæti Riga Open G-1 2025

2. sæti invitational Games for small countries G-1 2025

5. sæti Swedish Open G-1 2025

Guðmundur Flóki Sigurjónsson:

Aldur: 17

Flokkur Senior -80 kg karla

Staða á heimslista núna: 22

Staða á Ólympíulista  núna: 32

G-medalíur seinasta ár: 3 gull og 2 brons 

Árið 2025 var svo sannarlega árið hans Guðmundar Flóka. Guðmundur Flóki hefur undanfarin ár verið okkar öflugasti unglinga keppandi. Árið 2025 er hans seinasta ár sem Junior og var hann var einnig gjaldgengur í fullorðinsflokki þar sem hann hefur keppt mest allt árið með mögnuðum árangri. 

Hann náði í fyrstu alþjóðlegu fullorðins medalíuna sína á Luxemborg Open  sem var brons og bætti svo öðru bronsi við í Frakklandi skömmu síðar. Hann gerði sér svo lítið fyrir í haust og vann Gull á þremur fullorðins G mótum í röð sem er magnaður árangur hvort sem tekið er tillit til þess að hann sé ennþá gjaldgengur í unglingaflokki eða ekki. 

Fyrst vann hann gull á Polish open sem var fyrna sterkt þar sem hann meðal annar sigraði keppanda í 12. sæti á heimslistanum. Einnig tryggði hann sér Evrópumeistaratitil smáþjóða og vann svo Riga Open strax í kjölfarið. Þessi glæsilegi árangur skilar honum í 22. sæti á heimslistanum í -80 flokki sem er frábær árangur og góð fyrirheit um það sem koma skal. Hann er að sjálfsögðu frábær fyrirmynd og margfaldur Íslands og Norðurlandameistari sem og Evrópumeistari smá þjóða.

Afrek á alþjóðlegum mótum á árinu:

1. sæti Polish Open G-1 2025 

1. sæti European small states G-1 2025 

1. sæti Riga Open G-1 2025

3. sæti Solidarity Center Open G-1 2025 

3. sæti Luxemburg Open G-1 2025 

17. sæti á Heimsmeistarmóti fullorðinna 2025 Wuxi Kína G-14