Taekwondofólk ársins 2024
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Aldur: 30 ára
Félag: Fimleikafélagið Björk / Taekwondo
Ingibjörg Erla hefur verið lang besta bardaga kona okkar um áraraðir. Hún hefur átta sinnum verið valin Taekwondo kona Íslands. Ingibjörg er og hefur verið partur af Ólympíuhóp ÍSÍ síðasliðið ár. Hún keppir nú í -57/-62 senior og hefur verið í algjörum sérflokki þar á Íslandi. Hún er sá kvenkeppandi okkar sem hefur landað lang stærstu alþjóðlegu medalíunum, má þar meðal annars nefna silfur á Serbian open G-1 og Balkan Open G1 sem voru mjög sterk mót, Gull á Britsh open G1. Þessi verðlaun eru þau stærstu sem Íslenskur kvennkyns Taekwondo keppandi hefur fengið.
Ingibjörg Erla er einnig margfaldur Íslands og Norður- landameistari og frábær fyrirmynd fyrir alla sem koma að taekwondo á Íslandi. Ingibjörg er ríkjandi Norðurlandameistari í -57 Senior. Árið 2024 hefur verið viðburðaríkt hjá Ingibjörgu Erlu. Þó svo að fyrrihluti ársins hafi farið að mestu í að reyna að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum byrjaði hún árið á norðurlandamótinu í bardaga þar sem hún sigraði örugglega í -57 senior flokki. Eftir það tók við erfið keppni þar sem hún reyndi að tryggja sig inn á Ólympíuleikana fyrir Íslands hönd. Það endaði á Ólympíu úrtökum evrópu þar sem hún endaði í 9. Sæti. Þrátt fyrir að ekki tækist í þetta sinn að tryggja sætið stefnir hún ótrauð á Ólympíuleikana í Los Angeles 2028. Hún hefur sótt fjölda alþjóðlegra stigamóta og æfinga erlendis á árinu og hefur bætingin verið heilmikil og árangurinn eftir því. Ingibjörg Erla hefur verið að keppa á G-mótum sem eru sterkustu alþjóðlegu mótin og hefur hún á árinu keppt á fimm slíkum plús EM og Ólympíu-úrtökum Evrópu.
Hún hefur rokið upp heimslistann:
WT Olympic ranking í -57. Úr sæti 147 í sæti 57.
WT World ranking í -62. Úr sæti 379 í sæti 18.
Afrek á árinu á stórmótum sem gilda til stiga á heimslistanum:
2. Sæti á Balkan Open G-1
2. Sæti á Invitational Games For Small Countries Taekwondo Tournament G-1
5. Sæti á Canada Open G-2
9. Sæti á Slovania Open G-1
9. Sæti á Presidents Cup Europe G-2
9. Sæti European Olympic Qualification Tournament
17. Sæti á European Senior Championships G-4
Leo Anthony Speight Aldur: 23 ára
Félag: Fimleikafélagið Björk / Taekwondo
Leo Anthony hefur um árabil verið okkar besti bardagamaður. Hann hefur fimm sinnum áður verið valinn Taekwondomaður ársins á Íslandi. Leo keppir í -68 senior, einum erfiðasta flokki Taekwondo karla megin. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og er margfaldur Íslands- og Norðurlanda-meistari. Hann er ríkjandi Evrópumeistari smáþjóða, norðurlandameistari og hefur einnig orðið breskur meistari og unnið til margra verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hann er sá íslenski karlkeppandi í Taekwondo sem unnið hefur flest alþjóðlegu G-verðlaun. Leo er flott fyrirmynd, bæði þegar kemur að aga við æfingar og íþróttamannslegri hegðun.
Leo hefur verið að keppa á G-mótum, sterkustu alþjóðlegu mótum heims, og er hann fyrsti og eini Íslendingurinn til að keppa á Grand Prix móti WT. Sú mótaröð er einungis fyrir bestu taekwondo keppendur í heiminum. Leo byrjaði árið á því að tryggja sér norðurlandameistara titilinn í -68 senior sem og Evrópumeistara titil smáþjóða. Hann keppti svo á fjölmörgum G-mótum sem gilda til stiga á heimslistanum og náði þar meðal annars í tvö gull og tvö silfur sem er lang flest G-verðlaun sem íslenskur keppandi hefur náð í á einu ári. Þessi verðlaun eru ein þau stærstu sem Íslenskur karlkyns Taekwondo keppandi hefur fengið. Hann keppti einnig á Ólympíu-úrtökum fyrir hönd Íslands og endaði þar í 9. Sæti. Hann er fastamanneskja í landsliði íslands. Leo endar árið í sæti 16. sæti á Ólympiu heimslistanum -68 stigalistanum sem er magnaður árangur.
Hann hefur rokið upp heimslistann:
WT Olympic ranking í -68. Úr sæti 169 í sæti 16.
WT World ranking í -68. Úr sæti 104 í sæti 23.
Afrek á árinu á stórmótum sem gilda til stiga á heimslistanum:
2. Sæti á Balkan Open G-1
1. Sæti á Invitational Games For Small Countries Taekwondo Tournament G-1
9. Sæti Dutch Open G-2
2. Sæti Riga Open G-1
1. Sæti European small states G-1
5. Sæti á Slovania Open G-1
9. Sæti á Presidents Cup Europe G-2
9. Sæti Austrian Open G-1
9. Sæti European Olympic Qualification Tournament
17. Sæti á European Senior Championships G-4