Tækninámskeið TKÍ 2023

By:

Þann 29. desember mun Bjarki Kjartansson úr tæknideild TKÍ vera með stutt námskeið um tæknibúnaðinn sem notaður er á mótum. Námskeiðið verður haldið kl. 17:00-20:00 á 3. hæð í húsnæði ÍSÍ, Engjavegi 6 104 Reykjavík. Einnig verður í boði að fylgjast með námskeiðinu af netinu.

Áhersla verður lögð á Video Replay kerfið en einnig verður fjallað um skorkerfin í bæði poomsae og sparring. Með því að mæta eru þátttakendur ekki að skuldbinda sig í neitt, en mega vita af því að tæknideild er að leita að fólki til að manna tölvur á mótum í framtíðinni. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi æfi Taekwondo heldur þarf bara að vera með grunnþekkingu á íþróttinni.

Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á techsupport@tki.is með upplýsingum um nafn og aldur. Annars er öllum 15 ára og eldri frjálst að mæta. Hafi einstaklingur yngri en 15 ára áhuga á að mæta skal beðið um leyfi fyrir því frá tæknideild.

Mögulegt er að fleiri námskeið af þessu tagi verði haldin eftir áramót.