Tækninámskeið 23. mars 2024

By:

Þann 23. mars mun Bjarki Kjartansson úr tæknideild TKÍ vera með námskeið um uppsetningu og notkun á tæknibúnaði fyrir mót. Námskeiðið verður haldið í fundarsal B í húsnæði ÍSÍ, Engjavegi 6 104 Reykjavík. Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta og er þátttakendum frjálst að velja hvort þeir mæti í einn, tvo eða alla þrjá hluta námskeiðsins. Dagskráin er eftirfarandi:

12:00 – 13:30 Poomsae skorkerfi
14:00 – 15:30 Sparring skorkerfi
16:00 – 17:30 Video Replay

Boðið verður upp á hressingu á meðan á námskeiðinu stendur.

Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri sem hafa grunnþekkingu á íþróttinni, hvort sem það er sem iðkandi eða áhorfandi. Þau sem hafa áhuga á námskeiðinu eru beðin um að láta vita með því að senda tölvupóst á techsupport@tki.is, hvort sem þau komast á þessa dagsetningu eða vilja koma síðar.