Svartbeltispróf hjá taekwondo-deild Ármanns
Svartbeltispróf hjá taekwondo-deild Ármanns
Ármann mun halda svartbeltispróf í mars. Sjö iðkendur munu þreyta forpróf 12 mars kl 19:30 þar sem fram fer skriflegt próf og þrí-þrekpróf. Skriflegt próf er lokað en þrekpróf er opið öllum áhugasömum.
Svartbeltispróf hefst kl 10:00 laugardaginn 21. mars og gerum við ráð fyrir að prófið muni standa til kl 13:00.
Eftirfarandi iðkendur munu þreyta próf:
- Jóhann Daníel Jimma (1. dan)
- Gísli Þráinn Þorsteinsson 1. dan)
- Ólafur Bjarki Guðmundsson (1. poom)
- Eyþór Atli Reynisson (1. poom)
- Brynjar Halldórsson (1. poom)
- Halldór Freyr Grettisson (1. poom)
- Hákon Jan Norðfjörð (1. poom)
Prófdómarar koma frá Ármann og Keflavík:
Írunn Ketilsdóttir, 4. dan.
Gulleik Lövskar, 4. dan
Meisam Rafei, 4. dan.
Helgi Rafn Guðmundsson, 4. dan.
Með vinakveðju og með von um að áhugasamir mæti og hvetji próftaka sem hafa æft vel og lengi fyrir þetta próf.
Taekwondodeild Ármanns