Á ársþingi TKÍ í gær var Sigursteini Snorrasyni veitt Gullmerki ÍSÍ. Það var Ragnheiður Ríkharðsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhennti Sigursteini merkið fyrir hönd ÍSÍ.
Sigursteinn Snorrason hefur verið stórt nafn í íslensku Taekwondo starfi í yfir 30 ár.
Hann var meðlimur í undirbúningsnefnd um stofnun Taekwondosambands Íslands sem vann að myndun sérsambands á árunum 1994-2002.
Sigursteinn var stofnmeðlimur í stjórn Taekwondosambands Íslands (TKÍ) árið 2002 og hefur verið af og til í gegnum árin stjórnarmaður TKÍ.
Hann hefur stofnað og verið kennari fjölmargra félaga á landinu og verið þar með einn af máttarstólpum Taekwondosamfélagsins í áratugi. Hann hefur einnig gefið út kennsluefni fyrir Taekwondo, þ.m.t. dómara og þjálfunarefni. Hann er hæðst gráðaði Taekwondomaður landsins og einn þeirra sem hefur sótt sér hvað mesta menntun og þekkingu erlendis. Hann bjó meðal annars í Kóreu í ár til að öðlast svartbelti og sækir þangað reglulega í meiri þekkingu. Hann hefur verið landliðsþjálfari Íslands, dómari, komið að mótahaldi og öllu grunnstarfi sambandsins í áratugi. Einnig hefur hann haldið fjölmargar æfingarbúðir með heimsklassa þjálfurum og keppendum sem er meðal annars stór partur af velgengni okkar fólks seinustu árin.
Sigursteinn stofnaði Taekwondo deildir eftirfarandi félaga:
· 1994 Fjölnir
· 2000 Keflavík
· 2002 Afturelding, Mosfellsbæ
· 2003 Selfoss
· 2003 Grindavík
· 2006 KR
· 2011 Hörður Ísafirði
· 2013 Geislinn, Hólmavík
· 2014 Völsungur, Húsavík
· 2016 Hekla, Hellu
· 2016 Þorlákshöfn
· 2016 Taekwondofélag Kópavogs/Mudo Gym
Hann kom að stofnun og/eða starfsemi eftirfarandi Taekwondodeilda og liða hjá TKÍ:
· 2004 Þór, Akureyri
· 2008 HK, Kópavogi
· 2016 Fimleikafélagið Björk, Hafnarfirði
· 2009-2013 Yfirmaður dómaramála TKÍ.
· 1996- Yfirdómari/mótsstjóri á um 50 mótum innanlands
· landslið í Poomsae (formæfingar) á árunum 1998-1999
· landsliðsþjálfari í tvígang, árin 1998-2001 og 2010-2012.
· stofnun sýningarliðs TKÍ 2023
· þjálfari Ungra & Efnilegra TKÍ 2023.
TKÍ óskar Sigursteini innilega til hamingju með Gullmerkið og þakkar fyrir allt góða starfið í gegnum árin.