Síðara fundarboð á aukaþing TKÍ

By:

Taekwondsamband Íslands boðar til aukaþings þann 13.10 2017 kl. 18:00 í Íþróttamiðstöð ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík.

Dagskrá þingsins verður skv. lögum og sem hér segir:

  1. Þingsetning.
    2. Kosning 1. og 2. þingforseta.
    3. Kosning 1. og 2. þingritara.
    4. Kosning 3 manna kjörbréfanefndar.
    5. Ávörp gesta
    6. Álit kjörbréfanefndar.
    7. Kosnir 2 fulltrúar í stjórn TKÍ
    8. Þingslit.

Engar tillögur að lagabreytingum verða lagðar fram á þinginu og ekki verða nein önnur mál lögð fyrir þingið

Athugið að kosið verður um 2 aðalmenn í stjórn sambandsins sem munu sitja fram að aðalfundi TKÍ 2018. Fulltrúar á aukaþingi verða þeir sömu og voru á næsta reglulega þingi á undan og gilda sömu kjörbréf samkvæmt 9. grein laga sambandsins.

  1. grein
    Aukaþing má halda ef nauðsyn krefur eða ef helmingur sambandsaðila óskar þess. Allur boðunar- og tilkynningarfrestur til aukaþings má vera helmingi styttri en til reglulegs þings. Fulltrúar á aukaþingi eru þeir sömu og voru á næsta reglulega þingi á undan og gilda sömu kjörbréf. Þó má kjósa að nýju í stað fulltrúa sem er látinn, veikur eða forfallaður á annan hátt. Á aukaþingi má ekki gera lagabreytingar og ekki kjósa stjórn nema bráðabirgðastjórn, ef meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum af öðrum orsökum, eða stjórnin að eigin dómi orðið óstarfhæf. Að öðru leyti gilda um aukaþing sömu reglur og um reglulegt taekwondoþing.

 

Fundurinn verður haldinn í sal E á 3. hæð í húsnæði ÍSÍ við Engjateig 6 í Reykjavík.

Stjórn TKÍ