Síðara fundarboð á ársþing TKÍ 2020

By:

Ársþing TKÍ árið 2020 verður haldið þann 18. júní 2020 frá kl. 17.00 til 20.00 í fundarsal 3 og 4 á 2. hæð Laugardalshallarinnar, inngangur A við Engjaveg 8, 104 Reykjavík.

Dagskrá þingsins verður skv. lögum og sem hér segir:

1. Þingsetning.
2. Kosning 1. og 2. þingforseta.
3. Kosning 1. og 2. þingritara.
4. Kosning 3 manna kjörbréfanefndar.
5. Ávörp gesta.
6. Álit kjörbréfanefndar.
7. Skýrsla stjórnar lögð fram.
8. Endurskoðaðir reikningar sambandsins lagðir fram til samþykktar.
9. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
10. Kosning þingnefnda.
11. Þingnefndir starfa.
12. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum.
13. Þjónustugjald ákveðið. Þjónustugjaldið er nefskattur, sem innheimtist af félögum/deildum miðað við skráða iðkendur árið á undan skv. starfsskýrslum ÍSÍ.
14. Tillögur um breytingar á lögum TKÍ teknar til umræðu og afgreiðslu.
15. Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði teknar til umræðu og afgreiðslu.
16. Teknar fyrir tillögur og önnur mál sem komið hafa fram á þinginu og þingmeirihluti leyfir.
17. Kosningar:
– stjórn og varastjórn, sbr. 10. grein laga TKÍ
– 1 skoðunarmaður reikninga til tveggja ára í senn. Á fyrsta þingi sambandsins sem þessi lög eru í gildi, skal þó kjósa 2 skoðunarmenn reikninga, annan til eins árs og hinn til tveggja ára.
– fastanefndir sem starfa milli taekwondoþinga.
– fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ, skv. lögum ÍSÍ, á því ári sem Íþróttaþing ÍSÍ fer fram.
18. Þingslit.

Engar tillögur að lagabreytingum verða lagðar fram á þinginu. Önnur mál sem lögð verða fram á þinginu eru:

  • Afreksstefna TKÍ 2019-2023.
  • Höfuðspörk hjá Cadet keppendum í keppni á vegum TKÍ.
  • Kynning á útreikningi nefskatts og umræða um framtíðar fyrirkomulag

Athugið að kosið verður um þrjá aðalmenn í stað tveggja í stjórn sambandsins skv. lögum sambandsins þar sem einn aðalmaður sem kosin var til tveggja ára mun láta af störfum. Auk þess verður kosið um nýjan formann til tveggja ára þar sem núverandi formaður tók við af fyrra formanni sem lét af störfum eftir eitt ár.

Stjórn TKÍ