Samningur undirritaður

By:

TKÍ er búið að ganga frá samning við Helga Rafn Guðmundsson, kennara og þjálfara, um að setja saman námsefni og sjá um kennslu á sérgreinahluta þjálfaranáms ÍSÍ fyrir taekwondo þjálfara.

Helgi hefur mikla reynslu og menntun tengda kennslu og þjálfun TKD.

Hann er

  • íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Lokaverkefnið var gerð kennsluefnis fyrir taekwondo þjálfara.
  • með 4.dan svart belti
  • viðurkenndur Kukkiwon þjálfari
  • viðurkenndur Kukkiwon prófdómari
  • viðurkenndur World Taekwondo þjálfari
  • viðurkenndur ETU þjálfari
  • að vinna við taekwondo og þjálfun í fullu starfi

Hann hefur

  • verið landsliðþjálfari
  • verið aðstoðarþjálfari landsliðsins á mörgum mótum og verkefnum
  • þjálfað á Norðurlandamótum, Evrópumótum og Heimsmeistaramótum í öllum aldursflokkum
  • verið að kenna taekwondo á öllum aldurs- og getustigum.
  • sótt á annað hundrað námskeiða um þjálfun

Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. Það eru kennd þrjú stig náminu, hvert stig samanstendur af almennum hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta sem viðkomandi sérsamband sér um. Menntun á hverju stigi fyrir sig er ekki lokið fyrr en þjálfari hefur lokið bæði almenna hlutanum og sérgreinahlutanum. Því miður hefur kennsluefni fyrir sérgreinahlutann ekki verið til hjá TKÍ og er þetta því mikil gleðifrétt að koma þessu í gang.

Námefnið verður tilbúið fyrir árslok og stefnt á kennslu á því strax í upphafi ársins 2022. Þetta verður námsefni fyrir fyrsta stig námsins og á næstum árum er stefnt á að klára námsefni fyrir annað og þriðja stig.