Poomsae mót á netinu.

By:

Á þessum fordæmalausutímum þarf að hugsa út fyrir boxið. Og það hefur verið gert í Taekwondo. Mót í poomsae/tækni eru í gangi um allan heim á netinu. Þá þurfa iðkendur að skrá sig og taka upp myndbönd sem þeir deila á youtube. Það er fimm manna alþjóðleg dómnefnd sem fer yfir myndböndin og dæmir.

Iðkendur í íslenska landsliðinu hafa verið dugleg að taka þátt. Þetta er líka góð leið til að halda sér í formi og fá reynslu.

20-28 júní fór fram Online Kwon Open Tournament fyrir lituð belti. Þar náðu þrír iðkendur íslenska landsliðins frábærum árangri. Í flokki junior-male þar sem skráðir voru 13.keppendur enduðu þeir í eftirfarandi sætum.

Orri Eggertsson 3.sæti

Egill Gunnarsson 4.sæti

Snorri Esekíel Jóhannesson 6.sæti

Fleiri mót eru framundan og verður gaman að fylgjast með okkar frábæru iðkendum þar.