Ólympíu úrtökur 2024
Gunnar Bratli landsliðsþjálfari í bardaga hefur valið tvo aðila til að taka þátt í Ólympíu úrtökum fyrir leikana í París 2024. Þeir sem urðu fyrir valinu eru Leo Anthony Speight í -68 og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir í -57. Úrtökurnar verða haldnar í Sofíu Búlgaríu 9-10 mars. Við óskum þeim til hamingju með valið og góðs gengis.
