Ógilding Íslandsmeistaramótsins í bardaga 2021 dregin til baka.

By:

Í ljósi álits lögmanns tilkynnist það hér með að Íslandsmót 2021 í bardaga er gilt og að úrslit þess standa.

Fyrri stjórn TKÍ ógilti mótið og kallaði svo eftir áliti lögmanns sem nú hefur skoðað málið og komist að því að ógilding mótsins standist ekki lög og reglur sambandsins og ÍSÍ. Ógildingin er því felld niður af núverandi stjórn og mótið er því gilt í heild sinni. Taekwondofélag Kópavogs eru því löglegir Íslandsmeistarar félaga í bardaga 2021 eins og allir þeir einstaklingar sem unnu sinn flokk.

Núverandi stjórn biðst afsökunar fyrir hönd sambandsins á þeim óþægindum sem ógilding mótsins hefur haft.