Nýir landsliðþjálfarar TKÍ
Við hjá TKÍ kynnum með stolti tvo nýja landsliðsþjálfara sem munu taka nú strax til starfa.
Þeir þjálfara sem urðu fyrir valinu eru þeir Allan Olsen sem tekur við landsliðinu í formum og Gunnar Bratli sem mun taka við bardaga landsliðinu aftur.
Allan Olsen er mörgum Íslendingum vel kunnur. Hann hefur æft Taekwondo í 40 ár og verið yfirþjálfari Islev taekwondo club í 20 ár. Hann var landsliðsþjálfari Dana 2016-2018. Allan var einng meðlimur danska landsliðsins í 10 ár á árunum 2011-2021. Hann hefur yfirgrips mikla alþjóðlega reynslu og þekkingu og hefur meðal annars tekið þátt á EM og HM í formum bæði sem keppandi og þjálfari. Allan hefur einnig kennt á mörgum alþjóðlegum æfingabúðum á seinustu 20 árum.
Gunnar Bratli þarf vart að kynna fyrir iðkenndum. Gunnar er þekktur fyrir þann glæsilega árangur sem hann hefur náð sem þjálfari á undanförnum árum með einstaklingsmiðaðri nálgun. Má þar meðal annars nefna 173 G-medalíur með 42 keppendum. Einnig hafa keppendur sem hann hefur þjálfað unnið til verðlauna á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Ólympíuúrtökum. Hann hefur starfað með landsliði Noregs sem er eitt það sterkasta á norðurlöndum um þessar mundir. Gunnar hefur einnig hampað titlinum Þjálfara ársins í Taekwondo í Noregi fjórum sinnum.
TKÍ býður Allan og Gunnar velkomna til starfa og erum við full tilhlökkunar fyrir haustinu og komandi tímabilum.