Norðurlandameistara 2026

By:

Núna um helgina fór glæsilegur hópur keppanda, dómara og þjálfara á Norðulandamótið í Taekwondo. Mótið var að þessu sinni haldið í Skanderborg í Danmörku og keppt var bæði í bardaga og formum á laugardeginum. Íslendingarnir sem fóru út eru frá fjölmörgum félögum en kepptu undir nafni Team Iceland eins og undanfarinn ár. 

Ísland eignaðist nú um helgina 3 nýja norðurlandameistara.

Í bardaga urðu Norðurlandameistarar þau Dagný María Pétursdóttir Splidt  í Senior +73 female, Daníel Jens Pétursson í  Veteran +87 male (bróðir Dagnýjar) og Viktor Berg Stefánsson svo í Cadet -37 male.

Aðrir sem unnu bardaga og fengu  verðlaun voru Oliwia Waszkiewicz í  Junior -63 female sem fékk silfur og svo Erlingur Kári Freysson sem fékk silfur í Junior +78 male. 

Í formum vann svo Úlfur Darri Sigurðsson silfur í Freestyle -17 male og í Hópa 15-17 male fengu þeir Axel Freyr Þorkelsson, Hilmar Birgir Lárusson og Úlfur Darri Sigurðsson einnig silfurverðlaun. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Allur hópurinn stóð sig svo glæsilega og við hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi ári.