Medalíur í Slóveníu

By:

Leo Ant­hony Speig­ht og Guðmundur Flóki Sigurjónsson unnu báðir til ­verðlauna nú um helgina á rúmlega 800 manna alþjóðlegu taekwondo-móti sem fram fór í Slóveníu. Mótið gildir til stiga á heimslistanum.

Núna um helgina fór Íslenska landsliðið í Taekwondo í bardaga til Lublijana í Slóveníu þar sem keppt var á sterku alþjóðlegu stigamóti World Taekwondo G-1/E-1. Alls voru rúmlega 800 keppendur skráðir til leiks. Keppendur Íslands voru þrír að þessu sinni þau Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Leo Anthony Speight sem kepptu í fullorðinsflokki og svo Guðmundur Flóki Sigurjónsson sem keppti í unglingaflokki. Þetta er fyrsta mótið sem liðið fer á undir stjórn nýs landsliðsþjálfara Rich Fairhurst sem kemur yfir frá breska landsliðinu. 

Leo Anthony Speight sem keppir í -68 kg flokki tryggði sér brons í  þetta skiptið í 25 manna sterkum flokki þar sem meðal annars kepptu tveir Olympíufarar. Leo sat hjá í fyrstu umferð en fór svo á móti keppanda frá Króatíu í 16 manna úrslitum sem Leo sigraði öruggleg 2-0. Hann fór því næst á móti keppanda frá Serbíu í 8 manna úrslitum sem hann vann 2-1. Í undanúrslitum fór hann svo á móti öðrum keppanda frá Serbíu en varð að játa sig sigraðann 0-2. Sá keppandi stóð svo uppi sem sigurvegari flokksins. Leo hefur staðið á palli á fjórum af fimm seinustu alþjóðlegu stigamótum sem hann hefur keppt á sem er einstakt hjá Íslenskum keppanda í Takwondo. Hann situr nú í sæti 16. á heimslistanum.

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir okkar sterkasta bardagakona sat hjá í fyrstu umferð mótsins. Hún fór svo á móti keppanda frá Bosníu í 16 manna úrslitum. Bardaginn var hníf jafn og æsi spennadi. Ingibjörg varð því miður að játa sig sigraða 1-2 og var því úr leik.

Guðmundur Flóki Sigurjónsson gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á öðru mótinu í röð í E-1 hluta mótsins að þessu sinni í -78 kg í unglingaflokki. Í átta manna úrslitum sigraði Guðmundur Flóki fyrna sterkann keppanda frá Ungverjalandi 2-0. Í undanúrslitum var það svo keppandi frá Króatíu sem varð að láta í minni pokann 2-1 gegn Guðmundi Flóka. Flóki gerði sér svo lítið fyrir og sigrðai keppanda frá Bosníu í úrslitum 2-0 og landaði þar með gullinu. Guðmundur Flóki er okkar efnilegasti Junior keppandi og sá Íslendingur sem landað hefur flestum alþjóðlegum Junior E medalíum. Framtíðinn er björt.

Bardagar Guðmundar Flóka

Bardagi 522: 3:13:05

Bardagi 541: 6:49:05

Bardagi 553: 9:28:18

Bardagar Leo:

Bardagi 322: 4:50:21

Bardagi 332: 7:17:35

Bardagi 337: 8:24:50