Málstofa þann 10. janúar um kynningamál fyrir íþróttafólk

By:

image001

 

Stattu með sjálfum þér!

 

Laugardaginn 10. janúar 2014, kl. 10-12:30, munu Reykjavíkurleikarnir bjóða upp á málstofu þar sem áhersla verður lögð á íþróttamanninn og kynningu hans. Í fyrra var áhersla lögð á markaðssetningu og nú verður byggt frekar ofan á það. Hvernig hafa leiðbeiningarnar sem unnar voru í málstofunni frá því í fyrra sem bar heitið „Seldu sjálfan þig“ nýst íþróttafólkinu? Á málstofunni verður leitast við að finna leiðir til að bæta enn frekar við þekkingu íþróttafólks.

Dagskrá:

 

  • Ragna Ingólfsdóttir kynningafulltrúi ÍSÍ hefur á síðustu misserum aðstoðað íþróttafólk við að afla sér samstarfssamninga. Meðal íþróttamanna sem hún hefur aðstoðað eru Eygló Ósk Gústafsdóttir og Helgi Sveinsson. Í erindinu verður leitast við að segja frá vel heppnuðum markaðsaðgerðum íþróttafólks á árinu.
  • Einar Ben, annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan, fer yfir notkun á lifandi myndefni og óhefðbundnun markaðsaðgerðum. Tjarnargatan hefur fengið fjölda verðlauna fyrir hugmyndavinnu og framleiðslu á auglýsingum sem oftar en ekki tengja saman hefðbundna miðla og netið á nýstárlegan máta.
  • Einar Örn Jónsson deildarstjóri íþrótta á RÚV fjallar um viðtalstækni. Svo sem hvernig íþróttafólk á að koma fram í viðtölum og hvernig því beri að undirbúa sig.

 

Boðið verður upp á hádegisverð og Spa í World Class Laugum að dagskrá lokinni.

 

Skráningar óskast sendar á netfangið una@ibr.is en þeim lýkur fimmtudaginn 8.janúar. Fyrstu 50 fá frítt inn en aðrir borga 2.500 kr á mann.

 

Kveðja
f.h. Reykjavíkurleikanna
Kjartan Freyr Ásmundsson
kjartan@ibr.is
s. 820 6110

 

 

Myndir frá málstofum Reykjavíkurleikanna