Leo með silfur á Riga Open G-1

By:

Landsliðsmaðurinn Leo Anthony Speight vann silfurverðlaun 15. ágúst síðastliðinn á Riga Open G-1 í Riga lettlandi. Þetta eru stærstu verðlaun sem íslenskur karlkynskeppandi hefur landað síðan 2009 þegar Björn Þorleifsson landaði silfur medalíu á British Open.

Tveir íslenskir landsliðskeppendur voru skráðir á mótið ásamt Gunnari Bratli landsliðsþjálfara. Þeir eru  Leo Anhony Speight sem keppir í -68 Senior flokki og svo Guðmundur Flóki Sigurjónsson sem keppir í -73 unglingaflokki. 

Guðmundur Flóki hóf keppni í unglingaflokk á laugardag og mætti keppanda frá Úkraínu sem hann sigraði örugglega 2-0. Næst fór hann á móti fyrnasterkum frakka og varð að játa sig sigraðan 2-0. Guðmundur Flóki endaði þá mótið í 5. sæti

Á sunnudeginum var komið að fullorðinsflokkunum. Leo fór fyrst á móti Finnlandi og sigraði hann örugglega 2-0. Næst fór hann á mót Króatíu og endaði sá bardagi 2-1 fyrir Leo og hann kominn í undanúrslit og öruggur með brons. í undanúrslitunum fór Leo á móti Dana sem er bronsverðlaunahafi seinasta evrópumóts. Leo gerði sér lítið fyrir og sigraði hann 2-0 og var því kominn í úrslit. Í úrslitum fór Leo á móti keppanda frá Belgíu. Leo vann fyrstu lotuna en tapaði svo lotu tvö. Lota 3  endaði svo  5-5 en Belganum dæmt sigur vegna hærri tækni. Okkar maður hársbreidd frá gulli. Hér að neðan má sjá bardagana.

Video feed

Bardagi 1 ( 26:16 min)

Bardagi 2 (2:49:40 min)

Bardagi 3 (5:04:44 min)

Bardagi 4  (7:07:28 min)