Landsliðsúrtökur í formum helgina 10-11. september

By:

Helgina 10. – 11. september nk. fara fram úrtökur fyrir landsliðið í formum.

Nýráðinn landsliðsþjálfari, Allan Olsen, mun stjórna æfingum.

Allir keppendur, rautt belti og upp frá 11 ára og eldri eru boðnir velkomnir.

Allan biður þá einstaklinga sem ætlar sér að mæta á úrtökurnar að láta þjálfarann sinn vita. Þjálfarinn er síðan beðin um að taka saman þá einstaklinga sem ætla sér að mæta og senda þær upplýsingar á tki@tki.is fyrir 5. september.

Allan óskar einnig eftir því að yfirþjálfari í formum hvers félags mæti á fund með honum  kl. 13, laugardaginn 10. September.

TKÍ stefnir á mikla uppbyggingu næstu árin í formum og hvetur sérstaklega þá keppendur sem eru tilbúnir til að gera það sem þarf til að ná langt á alþjóðavettvangi að mæta á æfinguna.

Staðsetning: Auglýst síðar

Dagskrá:

Laugardagur 10. september

kl.  9.30 – 10.00           Mæting /fataskipti

kl. 10.00 – 12.00          Upplýsingar / Æfing

kl. 12.00 – 14.00         Matarhlé

kl. 13.00 – 14.00         Fundur með þjálfurum félaga

kl. 14.00 – 16.30          Yfirferð / Æfing

kl. 16.30 – 17.30         Umræður / frágangur / fataskipti

Sunnudagur 11. september

kl.  8.30 – 9.00             Mæting /fataskipti

kl. 9.00 – 12.00             Upplýsingar / Æfing

kl. 12.00 – 13.00         Umræður / frágangur / fataskipti

Nánari dagskrá landsliðsæfinga og móta kemur síðar.