Landsliðsþjálfari í taekwondo (kyorugi)

By:

Taekwondosamband Íslands óskar eftir að ráða landsliðsþjálfara í kyorugi (bardaga).  Taekwondo er ört vaxandi íþrótt á Íslandi og er það markmið sambandsins að skapa henni slíka umgjörð á Íslandi að hægt verði að koma keppendum á Ólympíuleika í framtíðinni.  Skilyrði er að umsækjendur hafi keppnisreynslu af erlendum vettvangi og yfirgripsmikla þekkingu á keppnisreglum Alþjóða Taekwondosambandsins.  Einnig er æskilegt að þeir hafi haldgóða reynslu af þjálfun afreksfólks og hafi brennandi áhuga á að tileinka sér nýjungar við þjálfun.

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið tki@tki.is fyrir 31.12.2014.

Ath. að umsækjandi þarf að fylla þær kröfur sem eru samkvæmt lögum ÍSÍ http://isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Log-og-reglugerdir/Gildandi_log_ISI_2013.pdf

Stjórn Taekwondosambands Íslands

tkilogo183_90