Landsliðsfólk í bardaga keppir í Rúmeníu
Núna um helgina er nóg um að vera hjá TKÍ. Sunnudaginn 6. nóv mun landsliðsfólkið Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Björn Jóel Björgvinsson keppa í bardaga. Mótið sem þau keppa á er Dracula open G2 mót sem haldið er í Rúmeníu og gilda stig sem fást á því móti á heimslistann. Ingibjörg keppir í -57 kg flokki og Björn Jóel í -80 og er Gunnar Bratli landsliðsþjálfari að sjálfsögðu á staðnum til að þjálfa þau. Við óskum þeim góðs gengis og fylgjumst spennt með. Við munum að sjálfsögðu pósta bardagatrjám og slóð á beina útsendingu á facebook þegar það kemur. Áfram Ísland !!

