landsliðsæfingar opnar öllum

By:

Sæl öll.
Næstu 2 vikurnar verða landsliðsæfingarnar opnar öllum sem að iðkendur og þjálfara þeirra telja tilbúna að taka að sér það verkefni að æfa með landsliði Íslands og reyna að komast í hópinn. Fólk sem að mætir þarf að vera tilbúið til þess að skila a.m.k. 50% mætingu innan hvers almanaksmánaðar eða missa sæti sitt í hópnum. Afsakanir eins og vinna og veikindi eru ekki tekin gild nema í sérstökum tilfellum. Ef að meiðsli eða veikindi koma í veg fyrir að fólk geti tekið þátt í æfingum eiga þau samt sem áður að mæta á staðinn og t.d. teygja eða horfa á. Einnig eiga allir landsliðsmenn að keppa á öllum mótum á vegum TKÍ og öðrum innlendum mótum sem að landsliðsþjálfari kynni að bæta við. Næsta verkefni sem að nýjir aðilar hafa kost á að taka þátt í er Norðurlandamótið sem haldið verður í maí í Svíþjóð. Nokkrir aðilar í núverandi liði eru á leið á Trelleborg Open en annars er Norðurlandamótið næsta verkefni allra. Þeir aðilar sem að mæta ekki á næstu 2 vikum hafa næst séns á að komast inn í haust. Fyrsta æfingin af þessum 4 opnu æfingum er núna á laugardaginn 28. janúar og sú síðasta 7. febrúar. Og að sjálfsögðu á að mæta með allar hlífar, nema hjálma og brynjur, en oftast er liðsmenn í óformlegum æfingafatnaði, sem sagt ekki dobok.

Æfingastaðurinn er æfingasalur Ármanns við gervigrasið í Laugardal og tímarnir eru eftirfarandi:

Laugardagar kl. 12.00 – 13 eða 13.30. (Æfingarnar eru oftast 90 mínútur en stundum aðeins lengri, sérstaklega ef að rafbrynjur eru notaðar)
Þriðjudagur kl. 19 – 20.30 eða 21. (Æfingarnar eru oftast 90 mínútur en stundum aðeins lengri, sérstaklega ef að rafbrynjur eru notaðar)

Bestu kveðjur.

Meisam og TKÍ.