Íslendingar á EM junior í Lettlandi
Um síðastliðna helgi fór fram Evrópumót unglinga í taekwondo bardaga. 7 íslensk ungmenni tóku þátt á mótinu fyrir hönd landsliðsins.
Gabríel Örn Grétarsson
Dagný María Pétursdóttir
Sverrir Örvar Elefsen
Karel Bergmann Gunnarsson
Svanur Þór Mikaelsson
Ástrós Brynjarsdóttir
Ólafur Þorsteinn Skúlason
Auk þeirra fóru með
Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir – foreldri
Chago Rodriguez Segura – Landsliðsþjálfari
Helgi Rafn Guðmundsson – þjálfari
Mótið tók 4 daga og fór fram í borginni Daugavpils í Lettlandi. Mótið er fyrir keppendur á aldrinum 15-17 ára og voru tæplega 500 keppendur á mótinu frá yfir 40 þjóðum.
Fyrsti keppandi Íslands var Sverrir Örvar Elefsen og keppti hann við keppanda frá Andorra. Sverrir var yfir allan tímann og sigraði bardagann á 12 stiga mun í þriðju lotu.
Næst keppti Sverrir við keppanda frá Frakklandi en þurfti að lúta lægra haldi í þeirri viðureign.
Ólafur Þ. Skúlason var næstur inn á gólf og keppti við sterkan andstæðing frá Azerbaijan. Ólafur komst snemma yfir og hélt forrystu þar til loka annarar lotu. Þá sótti andstæðingurinn í sig veðrið og komst yfir og þrátt fyrir öfluga baráttu þá þurti Ólafur að játa sig sigraðan.
Næsta keppnisdag kepptu Dagný og Karel
Dagný keppti við góðan keppanda frá Ítalíu. Dagný átti góðar syrpur í bardaganum en sú ítalska var mjög sterk og sigraði bardagann.
Næstur inn á gólfið var Karel. Karel keppti við keppanda frá Kýpur. Bardaginn var hnífjafn þótt Karel virtist hafa yfirhöndina í bardaganum lengst af. Dómararnir voru Karel ekki hliðhollir og fékk hann undarleg refsistig á sig og að lokum var keppanda Kýpur dæmdur sigur þótt Karel virtist allan tímann vera sterka keppandinn.
Á þriðja keppnisdegi keppti Gabríel Örn
Gabríel mætti keppanda frá Azerbaijan. Sá var mjög öflugur enda er Azerbaijan ein sterkasta taekwondo þjóð í heiminum. Gabríel þurfti að lúta lægra haldi fyrir þessum sterka keppanda.
Á fjórða degi áttu Svanur og Ástrós að keppa. Ástrós lenti í vandræðum með innskráningu og var því miður dæmd úr keppni, mjög leiðinlegt fyrir þessa einu sterkustu taekwondo konu landsins um þessar mundir.
Svanur Þór keppti næst við keppanda frá Azerbaijan. Svanur barðist vel en andstæðingur hans var mjög sterkur líkt og aðrir Azerbaijanar á þessu mót og því þurfti Svanur að játa sig sigraðan í lok annarar lotu.