Íslandsmótinu í bardaga 2019 frestað fram á haust
Stjórn TKÍ hefur ákveðið að fresta Íslandsmeistaramótinu í bardaga sem átti að halda næsta laugardag, 6. apríl, fram á haust. Við vonum að þessi ákvörðun hafi ekki neikvæðar afleiðingar en ef svo er þá biðst stjórnin velvirðingar á því. Ýmsar ástæður eru fyrir því að mótinu er frestað, meðal annars vegna lagaramma ÍSÍ um birtingu á auglýstri dagsetningu Íslandsmóta og skamms tíma sem ný stjórn hefur til að skipuleggja mótið.
Íslandsmeistaramótið er stærsta árlega mót sambandsins og því er mikilvægt að góður undirbúningur og skipulag sé í fyrirrúmi þegar kemur að mótahöldum sem þessum. Það er stefna nýrrar stjórnar TKÍ að vanda til verks þegar kemur að mótum og viðburðum í samstarfi við félögin.