Íslandsmót 2019
Núna um helgina fóru fram Íslandsmeistarmót í poomsae og sparring. Mótin voru vel heppnuð í alla staði og gaman að sjá að mikil vinna sem hefur verið lögð í dómara og mótamál er strax byrjuð að skila sér.
Á undanförnum árum hafa dómaramál sambandsins ekki verið í góðum málum en nú hefur breyting orðið þar á. Á laugardeginum var keppt í Poomsae í húsnæði Ármanns í Laugardal og var alþjóðadómarinn Edina Lents fenginn til að vera yfirdómari mótsins. Mótið var vel heppnað í alla staði og fjölmargir nýjir Íslandsmeistarar krýndir. Keppendur mótsins voru valdir Eyþór Atli Reynisson og Álfdís Freyja Hansdóttir bæði úr Ármanni og óskum við þeim innilega til hamingju. Afturelding varð svo Íslandsmeistari liða og óskum við þeim einnig til hamingju með glæsilegan árangur.
Á sunnudeginum var svo keppt í bardaga og fór mótið fram í húsnæði Aftureldingar Mosfellsbæ. Einkar gaman var að sjá hóp nýútskrifaðra dómara sem dæmdu mótið með stakri prýði undir styrkri leiðsögn alþjóðadómarans Malsor Tafa. Nú vantar bara fleiri keppendur á næstu mót svo að allir fái bardaga við sitt hæfi. Keppendur mótsins voru valdir Kristmundur Gíslason úr Keflavík og Ísabella Alexandra Speight úr Björk og óskum við þeim innilega til hamingju. Afturelding varð svo líka Íslandsmeistari liða í bardaga og óskum við þeim einnig til hamingju með glæsilegan árangur.