Íslandsmeistaramótið í Poomsae

By:

TKÍ óskar eftir félagi/félögum til að sjá um mótshald Íslandsmeistaramótsins í Poomse. Áætluð tímasetning er 29. október en 22. október kemur einnig til greina.
Mótshaldari útvegar eftirfarandi hluti:

  1. Húsnæði fyrir mótið
  2. Mótsstjóra
  3. Dómarar
  4. Keppnisgólf
  5. Verðlaunagripi og medalíur

 

Dómarar:

TKÍ mund útvega erlendan yfirdómara. Félög eru skyldug til að senda 1 dómara fyrir allt að 5 keppendur, 2 dómara fyrir 6-10 keppendur, 3 dómara fyrir 11-20 keppendur, 4 dómara fyrir 21-30 keppendur, 5 dómara fyrir fleiri en 30 keppendur Mótshaldarar skulu sjá til þess að félög sendi dómara. Þau félög sem ekki senda dómara greiða sekt 5000 kr, sem gengur upp í mótskostnað. Einnig skulu mótshaldarar skipuleggja dómaramál þ.a. a.m.k. 5 dómarar séu á hverju gólfi og frá eins mörgum félögum og við verður komið.

 

Mótsfyrirkomulag:

Mótsfyrirkomulag fyrir lægri belti (5.kup og niður) og börn mun vera óbreytt frá því sem áður var, þ.e. keppendur velja sjálfir taeguek, mest tveimur taeguekum yfir sig og fjórum undir. Mótsfyrirkomulag fyrir 4.kup og hærra fullorðna mun breytast og líkjast meira reglum WTF. Skipt verður í tvo flokka, 4. – 1. kup (1) og 1. dan og hærra. (2) Dregið verður um hvaða taeguek/poomse þessir flokkar munu keppa í, og munu allur flokkurinn keppa í sama taeguek/poomse. Fyrir flokk 1 mun verða dregin 2 form frá taeguek Sah-jang upp í poomse Koryo. Fyrir flokk 2 verða dregin 2 form frá taeguek pal-jang upp í poomse Pyongwon. Formin verða dregin mánudag fyrir mót.

 

Stigagjöf:

Dómarar eru 5, hæsta og lægsta einkunn detta út og er meðaltal tekið af hinum 3 einkununum.

Nánari útfærsla er frjáls, ef fleiri en ein umsókn berst verður valið úr umsækjendum
með tilliti til gæða umsóknar, hvenær viðkomandi félag hélt mótið síðast, hæfni mótsstjóra og yfirdómara og fleiri þáttum.

Umsóknarfrestur er til 21. september og skal umsókn sendast á tki@tki.is Tilkynnt verður um val eftir fund stjórnar 23. september.

Bestu kveðjur.
Stjórn TKÍ.