Íslandsmeistaramótið í Kyorugi

By:

TKÍ óskar eftir félagi/félögum til að sjá um mótshald Íslandsmeistaramótsins í Kyorugi. Áætluð tímasetning er 24. mars 2012 en 31. Mars kemur einnig til greina en þá er Belgian open og því ekki æskileg dagsetning.
Mótshaldari útvegar eftirfarandi hluti:

  1. Húsnæði fyrir mótið
  2. Mótsstjóra
  3. Dómara
  4. Keppnisgólf
  5. Verðlaunagripi og medalíur

 

Dómarar:

TKÍ mund útvega erlendan yfirdómara. Félög eru skyldug til að senda 1 C dómara fyrir allt að 5 keppendur, 2C + 1B dómara fyrir 6-10 keppendur, 3C + 2 B dómara fyrir 11-20 keppendur, 4C + 3 B dómara fyrir 21-30 keppendur, 5C + 4B dómara fyrir fleiri en 30 keppendur Mótshaldarar skulu sjá til þess að félög sendi dómara. Þau félög sem ekki senda dómara greiða sekt 5000 kr, sem gengur upp í mótskostnað. Einnig skulu mótshaldarar skipuleggja dómaramál þ.a. a.m.k. 5 dómarar séu á hverju gólfi og frá eins mörgum félögum og við verður komið.

 

Mótsfyrirkomulag:

Farið verðu eftir alþjóðlegum reglum hvað varðar flokka skiptingu svo fremi að næg þáttaka næst í hverjum flokki. Mótstóra er heimilt að slá saman flokkum ef þurfa þykir, í samráði við stjórn TKÍ

að öðru leiti er farið eftir reglum ÍSÍ um fyrirkomulag Íslandsmeistaramóta.
Umsóknarfrestur er til 12. Febrúar og skal umsókn sendast á tki@tki.is Tilkynnt verður um val eftir fund stjórnar 16 febrúar

Bestu kveðjur.
Stjórn TKÍ.