Íslandsmeistaramótið í bardaga 2012

By:

Íslandsmótið í bardaga verður haldið í íþróttamiðstöðinni á Ásbrú, Reykjanesbæ, sunnudaginn 25. mars n.k.. Íþróttahúsið er staðsett við mót Flugvallarbrautar og Grænásbrautar á Ásbrú (gamla herstöðin Vallarheiði) sjá kort.

Skráningar og greiðslufrestur er til kl 23:59 mánudaginn 19. mars. Keppnisgjaldið er 2500 kr.  Þjálfarar senda skráningar um iðkendur sýna í heilu lagi í meðfylgjandi skjali. Skráningar sendast á helgiflex@gmail.com

skraningarformislmot2012

Reynt verður eftir fremsta megni að halda flokkum jöfnum miðað við kyn, aldur, þyngd og belti. Mótsjórn er með viðmið fyrir alla flokka sem reynt verður að fylgja en mun þó ávallt vera háð skráningu. Ef sameina þarf munu tilkynningar vera sendar á þjálfara viðkomandi iðkenda.

Beltaflokkar

Reynt verður að hafa tvo beltaflokka. Annar flokkurinn að 5. geup (rauð rönd) og hinn flokkurinn rautt belti og hærra. Mótsjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka þrátt fyrir þessi viðmið ef hún telur þess þörf.

Aldursflokkarnir

Aldursflokkar eru eftirfarandi og miðast við fæðingardag og mótsdag. Mótsjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka þrátt fyrir þessu viðmið ef hún telur þess þörf.

  • Barnaflokkur 12-14 ára
  • Junior 15-17 ára
  • Senior 18-29 ára
  • Superior 30+ (núverandi og fyrrum landsliðsmenn munu keppa í senior flokki þrátt fyrir aldur)

Nánari upplýsingar koma fljótlega.