Greiðslur og Styrkir
Innlend mót
TKÍ greiðir aðildarfélagi sem heldur mót 75.000 krónur per keppnisdag, þ.e.a.s. 150.000 fyrir helgina.
TKÍ greiðir mat starfsmanna, skv. fyrirfram samþykktu starfsmannaplani, sem hefur verið ca. 50.000 +/- 5.000 krónur á hverju móti. Það er mikilvægt að vera með starfsmannaplanið á hreinu vegna þessa.
Ekki er tekið fram hvað hver starfsmaður fær að hámarki eða lágmarki, en reiknað er með hófsamri eyðslu. Hver mótshaldari skal setja skynsamleg og hófleg mörk að gefnu tilliti til þeirra veitinga sem að þau eru með í boði.
Dómarastörf og önnur störf á innlendum mótum
Mótanefnd, dómaranefnd og stjórn TKÍ munu setja saman reglur um greiðslur fyrir dómgæslu.
Aðstaða til landsliðsæfinga
Engar greiðslur eru inntar af hendi fyrir aðstöðu fyrir landsliðsæfingar.
Aðstaða fyrir svartabeltispróf
Engar greiðslur eru inntar af hendi fyrir aðstöðu fyrir svartabeltispróf að svo stöddu.
Styrkt erlend mót
TKÍ styrkir Senior-A keppendur á erlendum mótum samkvæmt ákvörðun landsliðsþjálfara.
Keppnisgjöld á G-mót, EM, HM og ÓL eru greidd af TKÍ.
Önnur erlend mót
Engir styrkir eru veittir að öllu jöfnu fyrir önnur mót. Við sérstakar aðstæður hefur stjórn TKÍ vikið frá þessari meginreglu, þá sérstaklega ef hún telur að halli um of á annað landsliðið á keppnisári.
Verðlaunafé
Engir styrkir eru inntir af hendi fyrir verðlaun á erlendum mótum að svo stöddu.
Starfsmenn
Landsliðsþjálfarar þiggja laun samkvæmt samningi. Einnig greiðir TKÍ fyrir hóflegan útlagðan kostnað aðila sem bjóða þeim út að borða á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur, að því gefnu að reikningar eru lagðir fram.