GAL keppnisleyfi
Sæl verið þið, vegna umsókna keppenda um GAL (eða WTF) keppnisleyfi er mikilvægt að eftirfarandi komi fram.
Keppendur sem hyggjast taka þátt í mótum erlendis þurfa að gaumgæfa hvort gerð sé krafa um að þeir framvísi GAL leyfum, t.d. er sú krafa gerð vegna keppni á Trellborg Open.
TKÍ er sá aðili sem sækir um slík leyfi fyrir hönd íslenskra keppenda (hvort sem þeir eru í landsliði eður ei). Félög geta þó sótt um að sjá um umsóknir á GAL leyfum sjálf, sjá nánar um það á heimasíðu WTF. En það er samt sem áður þannig að stjórn TKÍ þarf að samþykkja þær umsóknir.
Verklag vegna GAL umsókna er sem hér segir:
1. Viðkomandi keppandi (eða þjálfari hans) sendir inn beiðni til TKÍ á netfangið tki@tki.is með nafni iðkandans, kennitölu og beltagráðu
2. Viðkomandi keppandi (eða þjálfari hans) greiðir inn á reikning TKÍ alls ISK 7.000,- (ISK 4.000,- vegna leyfisins sjálfs, og ISK 3.000,- í umsýslugjald sem fer til TKÍ). Mikilvægt er að senda staðfestingu á millifærslu á tki@tki.is
3. Þegar ofangreint er frágengið, mun TKÍ sækja um GAL leyfi fyrir viðkomandi keppanda og tilkynna honum þegar það er tilbúið.
4. Þeir keppendur sem taka þátt í verkefnum á vegum A-landsliðs TKÍ fá ISK 4.000,- endurgreiddar eftir keppni á fyrsta mótinu sem GAL leyfis er krafist innan gildistíma skírteinisins.
Það er mikilvægt að keppendur og þjálfarar þeirra átti sig á því að þeir bera fulla ábyrgð á að tilkynna TKÍ að þeir hyggist sækja um og að greiða fyrir umsóknina áður en TKÍ sækir um leyfið fyrir viðkomandi.
Nánari gögn:
WTF GMS FORMATTING INSTRUCTIONS FOR REQUIRED DOCUMENTS (1)
WTF GMS ID PICTURE FORMATTING INSTRUCTIONS
Virðingarfyllst,
Richard Már Jónsson, formaður TKÍ