Fréttatilkynning frá TKÍ
Kæru Iðkendur, formenn Taekwondo klúbba á Íslandi, þjálfarar og foreldrar.
Viljum við óska ykkur öllum til hamingju með að við séum að byrja nýja önn í Taekwondo 2014-2015
Starfið hjá Taekwondo sambandinu byrjaði vel á þessari önn, en eins og flestir hafa tekið eftir þá var það metfjöldi í úrtökum, bæði hjá poomsae landliðinu og sparring landsliðinu.
Það eru þó einhverjar breytingar á starfi okkar frá síðari árum.
Landslið í poomsae og bardaga.
Nýráðnir landsliðsþjálfarar í poomsae vöktu mikla athygli og ætlum við okkur stóra hluti hvað varðar uppbyggingu poomsae hlutans í Taekwondo. Eru þær stöllur Edina Lents og Lisa Lents þaulvanar sem Taekwondo keppendur með mikla reynslu úr Danska landsliðinu, þjálfarar og alþjóðlegir dómarar (sjá betur link inná TKI um afrek þeirra). Þær munu leggja mikinn metnað í aga, jákvæðni og koma Íslenska landsliðinu í poomsae á kortið útí heimi. Því munum við hvetja ykkur, þjálfara deilda og foreldra barna sem eigið börn í Talent team eða Landsliði, að útskýra fyrir börnum ykkar mikilvægi þess að vera þáttakandi í svona stóru verkefni. Agi, mæting og gera sitt besta skiptir miklu máli. Ungir og Efnilegir breytust í Talent team þar sem að þær vilja bæði byggja upp unga og efnilega auk þess að hafa einstaklinga sem að þær telja eiga eftir að bæta sig og færast yfir í landsliðið þegar þær telja þann einstakling tilbúin. Það þýðir að það geti verið breytingar á landsliðinu á árinu. Írunn frá Ármann og Helgi Rafn frá Keflavík munu vera með talent team æfingar í vetur, sjá e-mail sem allir fengu sent og einnig facebooksíða talent team. Edina/Lisa eða báðar munu koma hingað til landssins á ca. sex vikna fresti og því mjög mikilvægt að þið séuð búin að taka frá þær helgar sem að þær verða. Þeir sem að mæta ekki og láta ekki vita, munu eiga hættu á að missa plássið sitt. Það er búið að setja upp facebook síða fyrir landslið og Talent taem, allir ættu að vera búnir að fá e-mail um allt skipulag sem að við kemur því.
Sparring landsliðið mun halda áfram að vera með okkar frábæra kennara Meisam Rafiei. Þó verða einhverjar breytingar á því starfi. U&E verða áfram með svipuðu sniði og áður. En landsliðs æfingar verða einu sinni í viku á laugardögum. Það mun rótera á milli Klúbba og því mjög mikilvægt að fylgjast vel með hvar og hvenær æfing verður( sjá dagatal inná www.tki.is . Í einhverjum tilvikum gæti landsliðs æfingar breyst þannig að fylgist vel með inná facebook síðu sparrings landsliðsins. Þetta verður prófað þennan vetur og athugað hvernig það leggst í Landliðsiðkendur. Við hvetjum ykkur einnig hér, þjálfara deilda og Iðkendur sjálfir og foreldra barna sem eigið börn í U&E eða landsliði að útskýra fyrir börnum ykkar mikilvægi þess að vera með aga og mæta á allar þær æfingar sem eru í boði og einnig að láta landsliðsþjálfara vita ef komist er ekki á æfingu og ástæðu þess. Þeir sem að mæta ekki eiga hættu að missa plássið sitt í U&E eða landlsiðinu. ATH. Mætingarskilsa í landsliði.
Áríðandi hvað varðar bæði landsliðin.
- Mikilvægt er að foreldrar, iðkendur og þjálfara deilda fylgist alltaf vel með eftir breytingum á facebook síðu TKI, Sparring og poomsaelandsliðssíðum sem og U&E sparring síðu og talent team síðu. Þeir sem að eru ekki skráðir þar inn óski eftir aðgang.
Þeir sem eru ósáttir vinsamlegast sendið bréf á tki@tki.is en ekki skrifa óþarfa leiðindar athugasemdir inná facebook Landsliðssíður, ungir & efnilegir eða Talent team þar sem að þessar síður eru eingöngu fyrir landsliðsþjálfara og aðstoðarþjálfara/fólk til að koma skilaboðum áleiðis til iðkenda. Neikvæðar ábendingar hafa áhrif á uppbyggingu barna okkar og landsliðsins.
- Þeir sem að eru að koma á æfingu séu alltaf með drykk, Nesti ef á við, Allar hlífar ef á við, Dobok ef á við. Og mikilvægast af öllu með góða skapið.
- Dagskrá Taekwondo verður sett inn á www.tki.is (Exelskjal athugið það er skipt niður í flokka til að auðvelda það sem er verið að leita eftir. og svo facebooksíðu taekwondosambandsins. Það getur samt alltaf komið breytingar og því mikilvægt að fylgjast vel með, stundum með stuttum fyrirvara og þá er mjög mikilvægt að vera opin og jákvæður því að það eru alltaf góðar ástæður fyrir því að breytingar verða.
- Like á facebook síðu tki og deila henni og fá fleirri vini inná hana er mjög mikilvægt og einnig að deila þeim fréttum sem eru um Takewondo í fréttamiðlum landslins , því að það er auglýsing fyrir okkur og því auðveldara að fá sponsor og einnig erum við að vekja athygli á íþróttinni okkar.
- Einelti.Getur átt sér stað alls staðar. Þó svo að Taekwondo sé einstaklingsíþrótt getur einelti átt sér stað þar eins og annars staðar. Þurfum við að passa uppá að slíkt eigi sér ekki stað í íþróttinni okkar. Afbrýissemi getur skemmt út frá sér. Setjum ekki börnin okkar uppá móti hvort öðru. Að gera lítið úr öðrum keppanda til að upphefja annan, hjálpar ekki neitt þeim sem er verið að upphefja. Ýtum ekki undir afbrýðissemi, það er ekki keppnisandi. Keppandi á að vinna vegna þess að hann er það velundirbúinn. Virðum andstæðinga okkar. Pössum uppá það sem að við skrifum inná facebook. Það er mjög mikilvægt að foreldrar og þjálfara deilda fylgist vel með. Byggjum upp góðan anda saman.
Mótahald í vetur verður með breyttu sniði.
- Þar sem að keppendum fjölgar í barnaflokkum og mótahald hefur verið langt fram eftir degi undafarið ár, hefur mótsnefnd ákveðið að breyta mótahaldi bikarmóta í vetur. Það verða eingöngu tvö barnamót og verða þau sett á tvo daga , lág belti upp að rauðu, helgina 25-26 okt 2014 & 18-19 apríl 2015. Bikarmótaröðin verður með sama sniði og áður fyrir há (rautt+) belti og 12 ára og eldri. Það verður einnig skipt niður á tvo daga, það fer allt eftir skráningu. Sjá nánar inna www.tki.is Dagatal 2014-2015
- Íslandsmót bæði í poomsae og sparring verður skipt niður í A og B mót. A mót eru rauð belti og hærra en B.mót eru lægri belti.
- Skráning á mót. Athugið að keppendur, foreldrar og þjálfara eru ábyrgir að rétt skráning eigi sér stað. Þó svo að þjálfara skrái á mót þá er það ábyrgð foreldra og iðkenda að fylgja því eftir að passa uppá að þau séu rétt skráð. Leiðindar mál gagnvart barni sem er ekki rétt skráð getur haft neikvæð áhrif á barnið. Við skulum forðast þannig leiðindi og passa uppá að skráning, þyngd og belti sé rétt skráð.
- Virða þarf skráningarfrest. Þar sem að fólk í sjálfboða vinnu við að setja upp bardagatré og skipuleggja mótið, þá er setning eins og „ æi hann Palli langar svo að keppa, eða sá ekki skráningu fyrr en of seint“ er ekki í boði. Frestur er frestur og virðum hann.
- Hvatning á mótum . Flestir hafa séð fótbolta auglýsinguna sem að var í sjónvarpinu í sumar. Við skulum vera jákvæð, og passa okkur á að hrópa ekki óviðeigandi orð inná keppnisgólf, á dómara, keppendur , foreldra keppenda og/ eða þjálfara annara deilda. Það er alltaf einhvern tíman sem að það gerist að eitthvað ósanngjarnt á sér stað, ræðum það við börnin okkar og hvetjum þau til að halda áfram þó svo að á móti blæs. Pössum okkur það sem að við segjum þó svo að við verðum reið og erum ósátt við niðurstöðu dómara. Talið við ykkar þjálfara. Allir þurfa að fara yfir hraðahindrandir á lífsleiðinni, það gerir okkur sterkari og þannig er það líka í Íþróttaheiminum. Endilega sendið línu á TKI, við þurfum líka að læra af misstökum.
- Sjálfboða starf. TKI þarf á allri þeirri hjálp sem að hægt er að fá til þess að þessi mót geti átt sér stað. Einstaklingur þarf ekki að vera meistari í einhverju sérstöku til þess að hjálpa til. Gott er að einstaklingur segi hvað hann/hún er öflugur í ef það er eitthvað sérstakt sem að óskað er eftir að gera. Einn klukkutími hér og einn klukkutími þar hjálpar mikið. Margar hendur vinna létt verk. Þeir sem að hafa áhuga á að aðstoða á Barnamótum eða Íslandsmótum láti sína klúbba, þjálfara klúbba vita þannig að það þeir viti hvaða starfsfólk kemur á vegum þeirra ámót.
- Alþjóðlegt mót. Taekwondo á Íslandi mun vera með eitt alþjóðlegt mót hér á landi. Það er Reykjavík International Games. Þeir verða dagana 16-18 janúar. Þetta mót verður fyrir keppendur 12 ára og eldri og rauð belti og hærri. Sjálfboðaliða þarna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá. Við þurfum að sýna erlendu gestum okkar að við getum haldið flott mót hér á landi. Allir foreldrar sem geta hugsað sér að hjálpa til við að gera þetta mót sem flottast sendi e-mail á tki@tki.is og ekki er verra ef að þið tilkynnið hvaða dag, hvar og hvernig þið hafið áhuga á að vera sjálfboðaliðar í slíku móti. Endilega kíkjið inná www.rig.is og sjáið hvað er í boði.
- Gaman væri ef að þið sjálfboðaliðar okkar í taekwondo skrái sig inná link http://www.isi.is/vefir-isi/sjalfbodalidavefur/ Þarna getur ÍSÍ og þið sjálf séð hvað þið eruð öflug í sjáflboðastarfi innan íþróttahreyfingarinnar. Þið sjálf skráið ykkur og þið sjálf uppfærið.
Stjórn TKI.
- Langar okkur að benda fólki á að stjórn TKI er í sjálfboðavinnu og því getur stundumar tekið tíma að fá svör og afgreiðslu mála. Hvet ég ykkur samt að hafa samband ef það er eitthvað sem að liggur ykkur á hjarta. Athugasemdir sem að koma inná borð TKI eru gætt þagmælsku. Okkur þætti vænt um það ef að foreldrar og iðkendur sem að hafa tengingar og/eða eru sterk á ákveðnu sviði bjóði TKI aðstoð sína. Margar hendur vinna létt verk. Svo erum við alltaf opin fyrir áhugaverðum athugasemdum.
Óskum við ykkur velfarnar á þessu tímabili haust 2014-2015
Með bestu kveðju
Fyrir hönd stjórnar
Kolbrún Guðjónsdóttir
Formaður Taekwondosambands Íslands