Fallin er frá góður félagi.

Fallinn er frá góður félagi úr taekwondofjölskyldunni.
Núna í vikunni barst okkur sú sorgarfrétt að Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir (Inga í Ármann) hafi fallið frá langt fyrir aldur fram. Inga lést föstudaginn 13. janúar eftir erfið veikindi. Inga hefur verið áberandi í starfi sambandsins undanfarin ár bæði sem stjórnarmaður sem og gjaldkeri. Einnig kom hún mikið að starfi í kringum Poomsae landsliðið. Hennar verður sárt saknað og þökkum við fyrir allt það góða starf sem hún kom að. Taekwondosamband Íslands sendir Eyþóri Atla, Ingileifu og fjölskyldunni hennar innilegar samúðarkveðjur.