Dómaranámskeið í Poomsae 6. apríl 2024

By:

Þann 6. apríl nk. mun Karl Jóhann Garðarsson halda dómaranámskeið í formum.

Kröfur um þá sem eiga erindi á námskeiðið er að einstaklingur:

  • Þekki formi 1-9
  • Sé 17 ára með 1. dan eða 18 ára með 1. kup

Þeir sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði en telja sig hafa nægilegan skilning og þekkingu á amk ofantöldum formum og dómgæslu eru velkomnir. Hinsvegar munu þeir einstaklingar ekki fá dómararéttindi fyrr enn þeir uppfylla ofangreindar kröfur.

Námskeiðið verður haldið í sal Taekwondodeildar Ármanns, Engjavegi 7 104 Reykjavík. Einstaklingar sem mæta á námskeiðið skulu klæðast dobok.

Dagskrá:
10:00-12:00 Form 4-9 (taeguk sah jang til poomsae Koryo) : farið yfir helstu atriði
12:00-12:30 Matarpása
12:30-14:30 Form 10-15 (poomsae Keumgang til Chonkwon) : farið yfir helstu atriði
14:30-16:00 Dæma

Til að nýta tímann sem best verður bóklegi hlutinn afgreiddur í fjarnámi fyrir námskeiðið. Bóklegi hlutinn felst í tveimur fyrirlestrum sem þátttakendur eiga að horfa á og einu pdf skjali frá World Taekwondo. Svo kemur smá próf úr þessum hluta.

Fyrirlestra og pdf skjalið má finna í meðfylgjandi hlekk. Prófið verður svo sent á þau sem skrá komu sína á Facebook eða senda póst á poomsae.ref@tki.is