Dómaranámskeið í poomsae 20.-21. mars
Dómaranámskeið í Poomsae verður haldið helgina 20.-21. mars. Edina Lents mun vera með námskeiðið í gegn um fjarfundarbúnað. Námskeiðið verður haldið í salnum hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ báða dagana. Tímasetning: Laugardagur 9-11 og 13-17 og sunnudagur 9-12

Svartbeltisæfing verður frá 11-13 á sama stað og því ættu allir að geta verið með.
Við biðjum alla sem ætla að taka þátt að skrá sig hér: https://forms.gle/ChjsKDKnefo6Grwz8



