Dómaranámskeið fyrir Íslandsmótið
Dagana 27. og 28. Október verður haldið poomsaedómaranámskeið. Námskeiðið verður haldið í Fundarsal C í húsi ÍSÍ í Laugardalnum. Byrjað verður klukkan 18 báða dagana og verður kennt eitthvað fram eftir kvöldi. Farið verður yfir allar nýjustu reglurnar. Ekkert kostar á námskeiðið og hvetur stjórn TKÍ alla til að mæta.
Kennari er Edina Lents, 4.dan. Edina er alþjóðlegur WTF dómari og hefur mikla reynslu af dómarastörfum. Einnig hefur hún átt sæti í danska poomsaelandsliðinu um árabil og varð t.a.m evrópumeistari árið 2005.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Þetta námskeið er skylda fyrir þá sem eru skráðir dómarar á Íslandsmótinu.